NBA í nótt: Tíundi sigur Celtic í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2009 11:41 Ray Allen fer hér fyrir sínum mönnum. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sinn tíunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta og er það í annað skiptið á tímabilinu sem það gerist. Boston vann Detroit, 86-78, þar sem Kevin Garnett skoraði 22 stig, Paul Pierce 20 og Ray Allen fjórtán. Boston vann þó alls nítján leiki í röð fyrr á tímabilinu sem er met hjá félaginu. Síðast náði félagið að vinna tíu leik í röð tvisvar á sama tímabilinu veturinn 1985-6 og varð liðið meistari um vorið. Allen Iverson skoraði nítján stig í leiknum og tók þar með fram úr Charles Barkley sem var í sextánda sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Rodney Stuckey var með nítján stig og Richard Hamilton fjórtán fyrir Detroit sem hefur tapað þremur heimaleikjum í röð. Cleveland vann LA Clippers, 112-95, þar sem Zydrunas Ilgauskas lék með Cleveland á nýjan leik eftir mánaðarfjarveru vegna meiðsla. Hann skoraði 20 stig og tók ellefu fr´köast í leiknum. LeBron James var með 25 stig en þetta var 22. sigur liðsins á heimavelli í jafn mörgum leikjum á tímabilinu. Um var að ræða metjöfnun hjá félaginu en síðast vann Cleveland 22 heimaleiki í röð tímabilið 1988-9. LA Lakers vann Minnesota, 132-119. Andrew Bynum skoraði 27 stig og fimmtán fráköst fyrir Lakers en Kobe Bryant var stigahæstur með 30 stig. Philadelphia vann Washington 104-94. Willie Green skoraði 20 stig fyrir Philadelphia, rétt eins og Andre Iguodala. Milwaukee vann Toronto, 96-85. Charlie Villanueva var með 26 stig og þrettán fráköst og Richard Jefferson sautján. Þetta var fyrsti sigur Milwaukee síðan Michael Redd meiddist illa en hann verður frá til loka tímabilsins. Indiana vann Miami, 114-103. Mike Dunleavy skoraði 30 stig í sjöunda heimasigri Indiana í röð. Atlanta vann New Jersey, 105-88. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlnata og Mike Bibby 20 en þetta var fyrsti sigur Atlanta á New Jersey í fjórum leikjum liðanna á tímabilinu. Denver vann Charlotte, 110-99. Carmelo Anthony skoraði nítján stig fyrir Denver en hann er nú nýbúinn að jafna sig á meiðslum. Utah vann Oklahoma City, 110-90. Deron Williams var með 24 stig og tólf stoðsendingar en þetta var fyrsti sigurleikur Utah í síðustu fimm leikjum liðsins. Chicago vann Sacramento, 109-88. Bretarnir Ben Gordon og Luol Deng skoruðu 20 stig hvor fyrir Chicago sem vann sinn fyrsta sigur í Sacramento í tólf ár. Golden State vann New Orleans, 91-87. Corey Maggette skoraði nítján stig í leiknum, þar af tólf á síðustu sex mínútum leiksins. NBA Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Boston vann í nótt sinn tíunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta og er það í annað skiptið á tímabilinu sem það gerist. Boston vann Detroit, 86-78, þar sem Kevin Garnett skoraði 22 stig, Paul Pierce 20 og Ray Allen fjórtán. Boston vann þó alls nítján leiki í röð fyrr á tímabilinu sem er met hjá félaginu. Síðast náði félagið að vinna tíu leik í röð tvisvar á sama tímabilinu veturinn 1985-6 og varð liðið meistari um vorið. Allen Iverson skoraði nítján stig í leiknum og tók þar með fram úr Charles Barkley sem var í sextánda sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Rodney Stuckey var með nítján stig og Richard Hamilton fjórtán fyrir Detroit sem hefur tapað þremur heimaleikjum í röð. Cleveland vann LA Clippers, 112-95, þar sem Zydrunas Ilgauskas lék með Cleveland á nýjan leik eftir mánaðarfjarveru vegna meiðsla. Hann skoraði 20 stig og tók ellefu fr´köast í leiknum. LeBron James var með 25 stig en þetta var 22. sigur liðsins á heimavelli í jafn mörgum leikjum á tímabilinu. Um var að ræða metjöfnun hjá félaginu en síðast vann Cleveland 22 heimaleiki í röð tímabilið 1988-9. LA Lakers vann Minnesota, 132-119. Andrew Bynum skoraði 27 stig og fimmtán fráköst fyrir Lakers en Kobe Bryant var stigahæstur með 30 stig. Philadelphia vann Washington 104-94. Willie Green skoraði 20 stig fyrir Philadelphia, rétt eins og Andre Iguodala. Milwaukee vann Toronto, 96-85. Charlie Villanueva var með 26 stig og þrettán fráköst og Richard Jefferson sautján. Þetta var fyrsti sigur Milwaukee síðan Michael Redd meiddist illa en hann verður frá til loka tímabilsins. Indiana vann Miami, 114-103. Mike Dunleavy skoraði 30 stig í sjöunda heimasigri Indiana í röð. Atlanta vann New Jersey, 105-88. Joe Johnson skoraði 29 stig fyrir Atlnata og Mike Bibby 20 en þetta var fyrsti sigur Atlanta á New Jersey í fjórum leikjum liðanna á tímabilinu. Denver vann Charlotte, 110-99. Carmelo Anthony skoraði nítján stig fyrir Denver en hann er nú nýbúinn að jafna sig á meiðslum. Utah vann Oklahoma City, 110-90. Deron Williams var með 24 stig og tólf stoðsendingar en þetta var fyrsti sigurleikur Utah í síðustu fimm leikjum liðsins. Chicago vann Sacramento, 109-88. Bretarnir Ben Gordon og Luol Deng skoruðu 20 stig hvor fyrir Chicago sem vann sinn fyrsta sigur í Sacramento í tólf ár. Golden State vann New Orleans, 91-87. Corey Maggette skoraði nítján stig í leiknum, þar af tólf á síðustu sex mínútum leiksins.
NBA Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira