Röð óhappa í tímatökum í Japan í nótt 3. október 2009 07:18 Tiimo Glock var fluttur með þyrlu á spítala eftir óhapp á Suzuka brautinni í nótt. mynd: Getty Images Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fjöldi ökumanna lentu í slæmum óhöppum í tímatökum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Japan í nótt, en allir sluppu við meiðsli. Sebastian Vettel náði besta tíma á Red Bull, rétt marði Jarno Trulli á Toyota. Tímatakan tafðist um rúman hálftíma vegna fjölda árekstra. Fyrst fór Jamie Alguersuari útaf á Torro Rosso, en steig frá borði. Næst missti Timoi Glock stjórn á bíl sínum þegar stýrisbúnaður virtist bila. Tók langan tíma að ná honum úr Toyota bílnum, en hann varð í öðru sæti í síðustu keppni. Glock var fluttur með þyrlu á spítala en reyndist bara hruflaður á fæti. Þó er óljóst hvort hann fær að keppa á sunnudag, þar sem hann fékk þungt höfuðhögg. Það verður ákveðið á sunnudagsmorgun. Heikki Kovalainen var næstur til að lenda á varnarvegg og loks hreinsaði Sebastian Buemi framvæng og fleira af sínum bíl með útafakstri. Í sama mund þeystu Rubens Barrichello og Jenson Button framhjá og hugsanlegt er að þeir fái refsingu fyrir, þar sem þeir óku á fullu þar sem viðvörunarflöggum var veifað. Þeir gætu verið færðir aftar á ráslínu, en þeir náðu fimmta og sjöunda sæti. Tímatakan er endursýnd í dag á Stöð 2 Sport kl. 12.00. Sjá alsturstímanna
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira