Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson mæta golfdrottningum 11. september 2009 15:00 Arnór Guðjohnsen fær tækifæri til að sýna kunnáttu sína á golfvellinum. Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í sumar er Bleiki Toppbikarinn haldinn fimmta árið í röð en það eru Krabbameinsfélag Íslands og Vífilfell sem standa fyrir mótaröðinni í samvinnu við Golfsamband Íslands. Allur ágóði verður nýttur til eflingar leitarstarfs á vegum Krabbameinsfélagsins. Sjö golfklúbbar hafa lagt sitt af mörkum í sumar til að gera Bleika Toppbikarinn jafn veglegan og skemmtilegan og raun ber vitni. „Fyrsta mótið var haldið þann 12. júní á Akureyri, en fyrirkomulagið í mótaröðinni er Texas Scramble. Góð þátttaka hefur verið í mótinu, og óhætt að segja að mikil stemming hafi verið fyrir því um allt land. Lokamótið fer fram hjá Golfklúbbi Borgarness, en sigurvegarar hvers móts hafa unnið þátttökurétt í lokamótinu, auk þess sem að eitt par var dregið út í hverju móti og fær það einnig þátttökurétt," sagði Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, í fréttatilkynningu. Lokamótinu líkur eins og áður sagði með einvígi tveggja liða þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og Ásgeir Sigurvinsson fyrrverandi landsliðsmaðurí knattspyrnu mæta Helenu Árnadóttur fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi og Arnóri Gudjohnsen fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu. Markmið einvígisins er að vekja athygli á mikilvægi baráttunnar gegn brjóstakrabbameini en einnig munum við bjóða fyrirtækjum að heita á sigurliðið og rennur áheitið til styrktar átakinu. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur. Í sumar er Bleiki Toppbikarinn haldinn fimmta árið í röð en það eru Krabbameinsfélag Íslands og Vífilfell sem standa fyrir mótaröðinni í samvinnu við Golfsamband Íslands. Allur ágóði verður nýttur til eflingar leitarstarfs á vegum Krabbameinsfélagsins. Sjö golfklúbbar hafa lagt sitt af mörkum í sumar til að gera Bleika Toppbikarinn jafn veglegan og skemmtilegan og raun ber vitni. „Fyrsta mótið var haldið þann 12. júní á Akureyri, en fyrirkomulagið í mótaröðinni er Texas Scramble. Góð þátttaka hefur verið í mótinu, og óhætt að segja að mikil stemming hafi verið fyrir því um allt land. Lokamótið fer fram hjá Golfklúbbi Borgarness, en sigurvegarar hvers móts hafa unnið þátttökurétt í lokamótinu, auk þess sem að eitt par var dregið út í hverju móti og fær það einnig þátttökurétt," sagði Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, í fréttatilkynningu. Lokamótinu líkur eins og áður sagði með einvígi tveggja liða þar sem Ragnhildur Sigurðardóttir fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi og Ásgeir Sigurvinsson fyrrverandi landsliðsmaðurí knattspyrnu mæta Helenu Árnadóttur fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi og Arnóri Gudjohnsen fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu. Markmið einvígisins er að vekja athygli á mikilvægi baráttunnar gegn brjóstakrabbameini en einnig munum við bjóða fyrirtækjum að heita á sigurliðið og rennur áheitið til styrktar átakinu.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira