KR og Grindavík mætast í fimmta sinn á níu dögum í kvöld þegar liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu og það er gaman að bera saman frammistöðu leikmanna liðanna í sigur- og tapleikjum.
Það munar mestu á framlagi Grindvíkingsins Þorleifs Ólafssonar þegar bornir eru saman sigur- og tapleikir liðanna í einvíginu. Þorleifur hefur nefnilega skilað 12,5 fleiri framlagsstigum í sigurleikjum Grindavíkur en hann hefur gert í tapleikjunum.
Þorleifur er með 11,5 stig, 7,0 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali í sigrunum þar sem hann er með 15,0 í framlagi í leik. Í tapleikjunum hefur hann hinsvegar aðeins skilað 2,0 framlagsstigum til síns liðs en í þeim er hann með 6 stig, 1 frákast og 1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Þorleifur hefur hitt úr 53,3 prósent skota sinna í sigurleikjunum en aðeins 29,4 prósent skota sinna í tapleikjunum.
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, kemur næstur á eftir Þorleifi en það munar 10 framlagsstigum á frammistöðu hans í sigur- og tapleikjunum í einvíginu.
Í sigurleikjunum tveimur hefur Fannar skorað 21,0 stig, tekið 9,5 fráköst og skilað 22,5 framlagsstigum til KR-liðsins. Í tapleikjunum er Fannar að spila í 6,0 færri mínútur að meðaltali og þar er framlag hans bara upp á 12,5. Fannar hefur skorað 12,0 stig og tekið 5,0 fráköst að meðaltali í töpunum tveimur.
Næstir kom þeir Brenton Brimingham í Grindavík og Helgi Már Magnússon í KR en þeir eru að skila 9,5 fleiri framlagsstigum í sigurleikjunum en þeir hafa gert í tapleikjunum.
Brenton er með 22,5 stig, 8,0 fráköst, 6,0 stoðsendingar og 4,0 stolna bolta að meðaltali í sigrunum (34,5 í framlagi) en í tapleikjunum er hann með 13,0 stig, 8,0 fráköst, 6,0 stoðsendingar og 1,5 stolna bolta að meðaltali (25,0 í framlagi).
Helgi Már er með 16,5 stig, 6,0 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í sigrunum þar sem hann hefur hitt úr 58,3 prósent skota sinna (34,5 í framlagi) en í tapleikjunum er hann með 14,0 stig, 8,0 fráköst og enga stoðsendingu að meðaltali (13,0 í framlagi) þar sem 42,1 prósent skota hans hafa ratað rétta leið.
Mesti munur á framlagi í leik í sigur- og tapleikjum í einvíginu:
Þorleifur Ólafsson, Grindavík +12,5
Fannar Ólafsson, KR +10,0
Brenton Birmingham, Grindavík +9,5
Helgi Már Magnússon, KR +9,5
Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavík +7,0
Nick Bradford, Grindavík +5,0
Jason Dourisseau, KR +4,5
Skarphéðinn Freyr Ingason, KR +1,5
Jakob Örn Sigurðarson, KR +1,0
Nökkvi Már Jónsson, Grindavík +1,0
Páll Kristinsson, Grindavík +1,0
Mesti munur á stigaskori í leik í sigur- og tapleikjum í einvíginu:
Brenton Birmingham, Grindavík +9,5
Fannar Ólafsson, KR +9,0
Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavík +8,5
Þorleifur Ólafsson, Grindavík +5,5
Nick Bradford, Grindavík +4,5
Mesti munur á fráköstum í leik í sigur- og tapleikjum í einvíginu:
Þorleifur Ólafsson, Grindavík +6,0
Fannar Ólafsson, KR +4,5
Jakob Örn Sigurðarson, KR +3,0
Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavík +0,5