Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 17:11 Símun Samuelsen er búinn að eiga mjög góðan leik hjá Keflavík. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul) Íslenski boltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul)
Íslenski boltinn Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira