Þurfum að spila góða vörn og vera skynsamar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2009 10:15 Kristrún Sigurjónsdóttir, fyrirliði Hauka með deildarmeistaratitilinn. Mynd/Daníel Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Deildarmeistarar Haukar eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Hamar í Iceland Express deild kvenna. Fyrirliðinn Kristrún Sigurjónsdóttir var ánægð með sigurinn sem var sá fyrsti hjá liðinu í 20 daga. „Það skiptir miklu máli að byrja vel, og því er ég ánægðust með sigurinn í kvöld. Hamarsliðið er mjög sterkt og þó að við hefðum náð 13 stiga forystu þá gáfust þær aldrei upp, og því er ég einnig mjög ánægð að við náðum að verja forskotið og landa sigri," sagði Kristrún en Hamar var yfir framan af leik og með þriggja stiga forskot í hálfleik. Kristrún hefur oft hitt betur en var mjög góð í vörninni og endaði með 12 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta. Haukaliðið var ekki búið að spila í þrettán daga þegar kom að þessum mikilvæga leik á móti Hamar í gær. „Það var erfiðast að fá ekki að spila, því það er tvennt ólíkt að vera á æfingum og vera í hasarnum inná vellinum. Þó að hvíldin hafi verið kærkomin þá er úrslitakeppnin toppurinn á tímabilinu, það sem maður er búinn að vera bíða eftir," sagði Kristrún. Besti leikmaður seinni hluta Iceland Express deildar kvenna, Slavica Dimovska, var í villuvandræðum í leiknum og spilaði aðeins í 24 mínútur. Hún fékk sína fimmtu villu fimm mínútum fyrir leikslok í stöðunni 57-45 fyrir Hauka. „Slavica er frábær leikmaður og því var mjög erfitt að missa hana útaf. Það kemur maður í mannstað en liðið hefði getað spilað betur þegar hún fór útaf. Við spiluðum samt nægjanlega vel til að landa sigrinum," sagði Kristrún. Kristrún var aftur á móti himinlifandi með Moneku Knight sem var stigahæst í Haukaliðinu með 19 stig. „Mo er alltaf að koma betur og betur inní þetta. Hún er farinn að þekkja betur inná okkur stelpurnar og hlutverk sitt í liðinu. Hún er svakalega snögg og spilar mikið uppá okkur hinar í liðinu, svo er hún frábær varnarmaður," sagði Kristrún. Kristrún hefur ekki áhyggjur af hittni Haukaliðsins sem hefur verið allt annað en góð í síðustu leikjum. Haukar hittu meðal aðeins úr 4 af 25 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í gær. „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við erum að hitta vel á æfingum svo það er bara tímaspursmál hvenær þetta dettur í gang hjá okkur í leikjum. Bara komist yfir mesta stressið og skjóta af öryggi," sagði Kristrún. Næsti leikur einvígisins er í Hveragerði á morgun. „Við þurfum að spila góða vörn, vera skynsamar, spila uppá liðsfélagan og skjóta úr góðum færum. Þá er þetta skotheldur sigur," sagði Kristrún að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum