Körfubolti

Keflavík fór létt með deildarmeistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflvíkingum í kvöld.
Birna Valgarðsdóttir var stigahæst hjá Keflvíkingum í kvöld. Mynd/Stefán

Keflavík vann í kvöld stórsigur á deildarmeisturum Hauka á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna.

Keflavík var með yfrhöndina allan leikinn og leiddi í hálfleik, 41-26.

Birna Valgarðsdóttir skoraði átján stig fyrir Keflavík og Pálína Gunlaugsdóttir þrettán. Hjá Haukum var Monika Knight stigahæst með ellefu stig en Helena Hólm kom næst með tíu.

Haukar voru þó búnir að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en Keflavík varð í öðru sæti A-riðils. Bæði þessi lið eru því örugg í undanúrslit úrslitakeppni deildarinnar.

Tvö efstu liðin í B-riðli, Valur og Grindavík, voru búin að tryggja sig inn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar sem liðin mæta KR og Hamar.

Það skipti því engu að Valur vann sigur á Grindavík, 79-59, á útivelli og Snæfell vann öruggan sigur á Fjölni, 75-47, í Grafarvoginum.

Þetta var því síðasti leikur Snæfells og Fjölnis á keppnistímabilinu þar sem venjulegri deildakeppni er nú lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×