Schumacher vill verja titil Þýskalands 3. nóvember 2009 09:02 Michael Schumacher og Sebastian Vettel lögðu Mikael Eckström og Tom Kristensen í úrslitum í fyrra. mynd: kappakstur.is Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Michael Schumacher og Sebastian Vettel keppa í meistaramóti ökumanna í Bejing í Kína í dag og keppa fyrir hönd Þýskalands í landskeppni. Á morgun fer keppni einstaklinga fram, en báðir viðburðir er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hádeginu og stendur mótið í 3 tíma. Vettel og Schumacher unnu landskeppnina í fyrra í undanrásum verður keppt í þremur riðlum þar sem allir keppa gegn öllum. Hvert land er skipað tveimur ökumönnum og það lands sem fær flesta vinninga í undariðlum fer áfram í undanúrslit. Keppt er á malbikaðri samhliðabraut á Olympíuleikvanginum. "Það er alltaf gaman í meistaramótinu. Það er barátta í brautinni og skemmtilegt að hitta menn við afslappaðar aðstæður. Það er alltaf góð stemmning meðal áhorfenda og það skilar sér í sjónvarpinu", sagði Schumacher sem hefur margoft keppt í meistaramótinu. "Ég stefni á að verja titil Þýskalands í landskeppninni með Vettel og að vinna keppni einstakling á miðvikudag." "Það verður gaman að sjá hvernig kínverskir áhorfendur taka þátt í atganginum á þessum svakalega leikvangi. Það er líka gaman að taka þátt í því að afla peninga fyrir góðgerðarsamtök mænuskaddaðra sem skipuleggjendur mótsins hafa stutt í mörg ár." Schumacher mætir Mick Doohan í fyrstu umferð, en hann er margfaldur mótorhjólameistari. Schumacher hefur tvívegis komist í úrslit í einstaklingskeppninni sem er á morgun, árið 2004 og 2007, en hefur ekki náð að sigra. Sebastian Loeb, sexfaldur rallmeistari vann í fyrra. Sjá nánar um mótið
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira