Ökumenn uggandi um framtíð Formúlu 1 20. maí 2009 22:22 Felipe Massa á fréttamannafundi í Mónakó í dag. Mynd: Getty Images Dómurinn í máli Ferrari gegn FIA í dag hefur valdið því að margir ökumenn eru uggandi um hag sinn hvað næsta ár varðar. Fjölmörg lið hafa hótað því að hætta, en samtök keppnisliða kemur saman í Mónakó þar sem keppt er um helgina. Margir sérfræðingar eru á því að um póltískan slag sé að ræða milli FIA og FOTA, bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Síðarnefndi aðilinn hefur reynt að vinna saman að því að bæta Formúlu 1 íþróttina með FIA, stundum hefur gengið skrykkjótt að fá forráðamenn keppnisliða til að taka til hendinni. Max Mosley virðist vera hrista hressilega upp í mönnum þessa dagana og ekki er útséð hverjar lyktir verða. Fyrsta æfing keppnisliða er á fimmtudag og Fernando Alonso sagði í dag að hann væri ekki viss um stöðu sína og Renault fyrir næsta ár. Það væri vissulega að trufla hann, öll umræðan um reglubreytingar en menn yrðu að einbeita sér að verkefninu í Mónakó. Kappaksturinn þykir einn sá erfiiðasti og ljóst er að Ferrari og McLaren verða gera betur en í síðustu mótum. "Ég er kominn til Mónakó til að berjast og bæta stöðu okkar mót frá móti. Ég er sannfærður um að okkur muni ganga vel. Ég hef trú á liðinu og eftir síðasta mót, þá var ég enn sannfærðari en áður að við gætum snúið bökum saman. Ég er ánægður með akstursmátann hjá mér, en okkur hefur skort betri bíl til þessa", sagði Massa í undirbúningnum fyrir mótið. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 20.30 á fimmtudagskvöld, en á undan kl. 20.00 er þátturinn Rásmarkið. Sjá meira um Mónakó mótið Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Dómurinn í máli Ferrari gegn FIA í dag hefur valdið því að margir ökumenn eru uggandi um hag sinn hvað næsta ár varðar. Fjölmörg lið hafa hótað því að hætta, en samtök keppnisliða kemur saman í Mónakó þar sem keppt er um helgina. Margir sérfræðingar eru á því að um póltískan slag sé að ræða milli FIA og FOTA, bílasambandsins og samtaka keppnisliða. Síðarnefndi aðilinn hefur reynt að vinna saman að því að bæta Formúlu 1 íþróttina með FIA, stundum hefur gengið skrykkjótt að fá forráðamenn keppnisliða til að taka til hendinni. Max Mosley virðist vera hrista hressilega upp í mönnum þessa dagana og ekki er útséð hverjar lyktir verða. Fyrsta æfing keppnisliða er á fimmtudag og Fernando Alonso sagði í dag að hann væri ekki viss um stöðu sína og Renault fyrir næsta ár. Það væri vissulega að trufla hann, öll umræðan um reglubreytingar en menn yrðu að einbeita sér að verkefninu í Mónakó. Kappaksturinn þykir einn sá erfiiðasti og ljóst er að Ferrari og McLaren verða gera betur en í síðustu mótum. "Ég er kominn til Mónakó til að berjast og bæta stöðu okkar mót frá móti. Ég er sannfærður um að okkur muni ganga vel. Ég hef trú á liðinu og eftir síðasta mót, þá var ég enn sannfærðari en áður að við gætum snúið bökum saman. Ég er ánægður með akstursmátann hjá mér, en okkur hefur skort betri bíl til þessa", sagði Massa í undirbúningnum fyrir mótið. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 20.30 á fimmtudagskvöld, en á undan kl. 20.00 er þátturinn Rásmarkið. Sjá meira um Mónakó mótið
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira