Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara 11. september 2009 10:04 Nelson Piquet var rekinn frá Renault í sumar og stjóri liðsins segir hann nú beita sérkennilegum aðferðum í fjölmiðlum. mynd: kappakstur.is Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar. Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar.
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira