Renault stjóri segir Piquet feðga fjárkúgara 11. september 2009 10:04 Nelson Piquet var rekinn frá Renault í sumar og stjóri liðsins segir hann nú beita sérkennilegum aðferðum í fjölmiðlum. mynd: kappakstur.is Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar. Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um ásakanir Nelson Piquet á hendur Renault liðninu um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra. En Renault sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja Piquet feðganna fyrir tilraun til fjárkúgunnar. Í bréfinu sem er skrifað til Piquet segist Briatore sjokkeraður yfir háttlagi og yfirlýsingum Piquet þess efnis að hann hafi verið látin keyra á vegg til að Alonso ynni mótið. Briatore á að svara fyrir málið hjá FIA síðar í september. Briatore sendi bréfið á föður Piquet með sama nafni, sem er umboðsmaður sonar síns. Í bréfinu segist Briatore afar ósáttur að feðgarnir skuli bera Renault þessum sökum og hann muni ekkii hika að fara í mál við þá, ef framhald verður á yfirlýsingum þeirra. Þetta hefur nú með haustinu orðið raunin og veldur því að FIA vill skoða málið í kjölinn. Briatore vill meina í bréfi sínu að Piquet hafi reynt að beita atferli fjárkúgunar til að hann missti ekki sæti sitt hjá Renault á árinu, eins og raun varð á, vegna slaks árangurs. Renault sendi síðan í morgun tilkynningu sem segir að fyrirtækið ætli að lögsækja feðganna formlega fyrir rétti fyrir tilraun til fjárkúgunar.
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira