Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics, er á batavegi eftir hjartaáfallið sem hann fékk á fimmtudag. Er talið líklegt að hann fái að fara heim af spítalanum á sunnudag.
Hann verður þar af leiðandi ekki viðstaddur fyrsta leik Celtics í úrslitakeppninni í ár en Celtics mætir Chicago Bulls á morgun.
Ainge fann fyrir óþægindum síðasta miðvikudag en var fluttur á spítala á fimmtudagsmorgninum.
Ainge er fyrrum leikmaður Celtics sem tók við framkvæmdastjórastöðu félagsins árið 2003.