Federer getur komist í sögubækurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 06:00 Rafael Nadal og Roger Federer - tveir bestu tenniskappar heims. Nordic Photos / AFP Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu." Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Roger Federer getur í dag jafnað met Pete Sampras ef hann vinnur sinn fjórtánda slemmutitil í dag. Federer mætir Rafael Nadal í úrslitum ástralska meistaramótsins í tennis í dag. Viðureignin hefst klukkan 08.30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Bandaríkjamaðurinn Sampras vann fjórtán stórmót á sínum ferli sem er met. Federer hefur stefnt að því leynt og ljóst að bæta það met og getur hann tekið skref í átt að þeim áfanga. Nadal er þó í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins sem stendur og hafði betur gegn Federer í úrslitum Wimbledon-mótsins í sumar. Sú viðureign stóð yfir í tæpa fimm klukkustundir og þurfti sífellt að gera hlé á henni vegna rigningar. Almennt er talið að sú viðureign sé með þeirri allra bestu sem fram hafi farið í sögu íþróttarinnar. Federer var þá að reyna að vinna sinn sjötta Wimbledon-titil í röð en þetta var fyrsti slemmutitill Nadal fyrir utan opna franska meistaramótið sem hann hefur unnið í fjögur skipti í röð. Hann hefur því unnið stórmót bæði á leir og grasi en aldrei á hörðu yfirborði líkt og keppt er á í Ástralíu. Nadal hefur því alls unnið fimm slemmutitla en hefur þó betur í innbyrðisviðureignum þeirra, hefur unnið tólf af átján. Þar af fjóra af sex úrslitaleikjum þeirra á stórmótum. Federer jafnaði sig þó á tapinu á Wimbledon í sumar og fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í september. Hann hefur verið í góðu formi í Ástralíu og vann sigur á Andy Roddick í undanúrslitunum í þremur settum. Nadal fór hins vegar erfiða leið í úrslitin og hafði betur gegn landa sínum, Fernando Verdasco, í undanúrslitunum í sannkallaðri maraþonviðureign. Hún stóð yfir í fimm klukkustundir og fjórtán mínútur. Federer keppti á fimmtudaginn en Nadal á föstudaginn og fékk því fyrrnefndi þar að auki lengri hvíld fyrir úrslitaviðureignina. „Ég held að það hafi ekki mikil áhrif á Rafa," sagði Federer um andstæðing sinn í dag. „Hann átti marga auðveldar viðureignir fyrir undanúrslitin. Hann fékk vissulega styttri tíma til að jafna sig en maður verður bara að gera það eftir svona leiki. Ég hef fulla trú á því að hann geri það." Og hann sagði að þetta væri einstakt tækifæri fyrir sig. „Þetta er ótrúlegt tækifæri fyrir mig, sérstaklega þar sem ég er ekki lengur í efsta sæti heimslistans. Hérna á ég möguleika á ná mínum fjórtánda slemmutitli og um leið vinna stigahæsta keppanda heims." „Það var hérna sem ég varð meistari og um leið stigahæsti keppandi heims árið 2004 og því hef ég ávallt fundið fyrir sérstökum tengslum við þetta mót. Það er allt til reiðu fyrir frábæra viðureign. Ég vona að við getum staðið undir væntingunum eins og við gerðum á Wimbledon-mótinu."
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira