Gamla kempan og starfandi framkvæmdastjóri New Jersey Nets, Kiki Vandeweghe, mun taka að sér þjálfun lélegasta liðs NBA-deildarinnar í dag en Nets ráku Lawrence Frank skömmu áður en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð.
Vandeweghe tók að sér þetta erfiða starf eftir að hafa hitt eiganda félagsins, Rod Thorn. Hin reyndi Del Harris mun aðstoða Vandeweghe við þjálfun liðsins en það mun víst hafa haft mikið að segja að Kiki tók starfið að sér.
Fyrsti leikur Vandeweghe er ekki fyrr en á föstudaginn þegar liðið mætir Charlotte Bobcats. Aðstoðarþjálfari liðsins, Tom Barrise, mun stýra liðinu á móti Dallas mavericks annað kvöld en tap þar þýddi að Nets væri eina félagið í sögu NBA-deildarinnar sem hefði tapað fyrstu 18 leikjum sínum á tímabilinu.
Kiki Vandeweghe verður þjálfari New Jersey
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti


Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti
Fleiri fréttir
