Stjórnvöld í Bretlandi og Mön í deilu vegna Kaupþings 16. janúar 2009 09:21 Stjórnvöld í Bretlandi og á eyjunni Mön eru nú komin í deilu vegna innistæðna í Kaupþingi á eyjunni. Deilan snýst um hvort tryggingar breskra stjórnvalda fyrir innistæðum í íslensku bönkunum nái yfir eyjaskeggja. Mön heyrir ekki beint undir bresku krúnuna heldur er sjálfstjórnarsvæði. Singer & Freidlander bankinn var með útibú á Mön þegar Kaupþing komst í þrot. Alls áttu eyjaskeggjar um 880 milljón punda, eða rúmlega 130 milljarða inni hjá Kaupþingi er bankinn féll. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að það auðveldi ekki eyjaskeggjum að ná þessa fjármuni sína endurgreidda að Barak Obama næsti forseti Bandaríkjana studdi væntanlega löggjöf þar í landi, er hann var öldungardeildarþingmaður, sem stimplaði Mön sem mögulega miðstöð fyrir skattsvik. Á Mön, sem telur um 80.000 manns, eru nú yfir 100 bankar og fjármálafyrortæki starfandi. Samanlögð velta þeirra síðasta haust nam 132 milljörðum dollara eða yfir 16.000 milljörðum kr. samkvæmt upplýsingum frá fjármálaeftirliti eyjunnar. Stjórnvöld á Mön verða að bíða fram til 29. janúar eftir því hvort þau neyðist sjálf til að tryggja fyrrgreindar innistæður eyjaskeggja. Allan Bell ríkisstjóri Manar segir í samtali við Bloomberg að þetta sé eitt versta vandamál sem eyjan hefur staðið frammi fyrir á síðari árum. Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi og á eyjunni Mön eru nú komin í deilu vegna innistæðna í Kaupþingi á eyjunni. Deilan snýst um hvort tryggingar breskra stjórnvalda fyrir innistæðum í íslensku bönkunum nái yfir eyjaskeggja. Mön heyrir ekki beint undir bresku krúnuna heldur er sjálfstjórnarsvæði. Singer & Freidlander bankinn var með útibú á Mön þegar Kaupþing komst í þrot. Alls áttu eyjaskeggjar um 880 milljón punda, eða rúmlega 130 milljarða inni hjá Kaupþingi er bankinn féll. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að það auðveldi ekki eyjaskeggjum að ná þessa fjármuni sína endurgreidda að Barak Obama næsti forseti Bandaríkjana studdi væntanlega löggjöf þar í landi, er hann var öldungardeildarþingmaður, sem stimplaði Mön sem mögulega miðstöð fyrir skattsvik. Á Mön, sem telur um 80.000 manns, eru nú yfir 100 bankar og fjármálafyrortæki starfandi. Samanlögð velta þeirra síðasta haust nam 132 milljörðum dollara eða yfir 16.000 milljörðum kr. samkvæmt upplýsingum frá fjármálaeftirliti eyjunnar. Stjórnvöld á Mön verða að bíða fram til 29. janúar eftir því hvort þau neyðist sjálf til að tryggja fyrrgreindar innistæður eyjaskeggja. Allan Bell ríkisstjóri Manar segir í samtali við Bloomberg að þetta sé eitt versta vandamál sem eyjan hefur staðið frammi fyrir á síðari árum.
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira