Akureyringar verða án miðjumannsins knáa og hressa, Jónatans Magnússonar, í kvöld er þeir sækja Val heim í N1-deild karla.
Meiðslapésinn Jónatan snéri sig á ökkla á æfingu og er óljóst hversu lengi hann verður frá.
Samkvæmt frétt á heimasíðu Akureyringa þá hefur Jónatan verið slæmur í ökklanum síðasta mánuðinn.
Leikur Vals og Akureyrar hefst óvenju snemma eða klukkan 18.30 í kvöld.