Barrichello sótti á Button með sigri 13. september 2009 15:03 Rubens Barrichello var kátur með sigurinn á Monza í dag. mynd: Getty Images Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur. Lewis Hamilton á McLaren var fremstur á ráslínu, en missti Brawn menn framúr sér, en McLaren lagði upp með tveggja stoppa þjónustuáætlun, en Brawn liðið var með eitt hlé og þyngri bíla í byrjun vegna meira eldsneytis um borð. Áætlun Barrichello og Brawn virkaði betur og þeir sigur framúr Hamilton. Hann vildi ekki láta sér segjast og ók of geyst í síðasta hring og snarsneri McLaren bílnum á varnarvegg og féll úr leik, þá í þriðja sæti. Kimi Raikkönen á Ferrari komst þannig á verðlaunapall á heimavelli Ferrari. Ljóst er að slagurinn um titilinn hefur nú færst í hendur Buttons og Barrichello, því hvorki Sebastian Vettel né Mark Webber á Red Bull náðu ásættanlegum árangri. Webber féll úr leik eftir árekstur og Vettel nældi aðeins í eitt stig. Næsta mót er í Singapúr eftir tvær vikur, en síðan er mót Í Japan, Kína og Brasilíu og líklegt er að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðasta móti ársins, eins og síðustu misseri. Sjá stigastöðuna
Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn