Tæknistjóra Renault boðin friðhelgi fyrir vitnisburð 15. september 2009 08:38 Fernando Alonso vann sigur í Singapú mótinu í fyrra, en áhöld eru um hvort Renault svindlaði í mótinu eður ei. mynd: kappakstur.is Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira