Tæknistjóra Renault boðin friðhelgi fyrir vitnisburð 15. september 2009 08:38 Fernando Alonso vann sigur í Singapú mótinu í fyrra, en áhöld eru um hvort Renault svindlaði í mótinu eður ei. mynd: kappakstur.is Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ásakanir á hendur Renault um svindl í mótinu í Singapúr í fyrra hafa tekið á sig nýja mynd eftir að FIA bauð Pat Symonds tæknistjóra liðsins friðhelgi ef hann vitnaði í málinu. Hann hefur þegar verið kallaður fyrir, en svaraði spurningm ekki eftir bestu getu, heldur neitaði að svara mörgum spurningum FIA. Málið verður tekið formlega fyrir hjá FIA í næstu viku. Nelson Piquet, fyrrum ökumaður Renault vill meina að Pat Symonds og Flavio Briatore hafi beðið hann að keyra bíl á varnarvegg, svo öryggisbíllinn yrði kallaður út í 14. hring. Þannig náði Fernando Alonso forystu í mótinu, þó hann væri aftarlega á ráslínu. Ef þetta reynist rétt gæti Renault átt yfir höðfi sér háa refsingu eða jafnvel bann frá kappakstri. FIA kallaði Symonds á sinn fund í kringum mótið í Belgíu, en hann neitaði að svara mikilvægum spurningum, en neitaði því hins vegar að hann hefði sagt eitthvað ósatt við dómara. Nú er FIA búið að bjóða honum friðhelgi ef hann greinir satt og rétt frá öllu sem hann verður spurður um. Sjá spurningar og svör Symonds
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira