Alíslenskt undanúrslitakvöld Dr. Gunni skrifar 15. janúar 2009 06:00 Eurobandið var framlag Íslands í fyrra. Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf. Eurovision Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Annað undanúrslitakvöldið í Eurovisionforvalinu brestur á eftir Spaugstofuna á laugardaginn. Okkur er boðið upp á fjögur lög, það fyrsta, „Fósturjörð", er eftir Einar Scheving. Einar hefur verið í fremstu röð íslenskra trommara lengi og vakti mikla athygli nýlega fyrir jazzplötuna Cycles. Lagið hans er dramatískur ættjarðaróður sem Páll Rósinkranz syngur hnarreistur. Stórskotalið stendur á bakvið næsta lagi, „Undir regnboganum". Poppstjarnan Ingó syngur það, Eiríkur Hauksson gerði textann og Hallgrímur Óskarsson lagið. Hallgrímur hefur áður tekið þátt í Eurovision, náði lengst þegar Birgitta Haukdal söng lag hans í aðalkeppninni 2003. Lagið sem hann keppir með á laugardaginn er krúttlegt úkúlele-knúið popplag sem minnir á lög Vilhjálms Vilhjálmssonar og Gilberts O'Sullivan. Hallgrímur fær svo Jógvan til að syngja hitt lagið sitt í ár í þættinum eftir tvær vikur. Þriðja lagið er „Vornótt" eftir Erlu Gígju Þorvaldsdóttur með texta eftir Hilmi Jóhannesson. Erla er eina konan sem á lag í keppninni í ár og að auki elst keppenda, er komin langt að sjötugu. Hún fær unga söngkonu úr Mosfellsbænum, Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur Holm, til að syngja lagið, sem er hugljúft og af gamla skólanum. Síðasta er „Glópagull" eftir Einar Oddsson, kraftmesta og rokkaðasta lag kvöldsins. Það þýðir ekkert minna en tvær sönkonur til að flytja það, þær Ernu Hrönn, áður í Bermúda, og Guðrúnu Lísu, áður í Ísafold. Eins og sést verða öll lögin sungin á íslensku á laugardaginn, en fyrir viku fóru tvö lög sem sungin voru á ensku áfram en íslensku lögin sátu eftir. Spennandi verður að sjá hvaða fataleppum kynnarnir klæðast, prjónapeysurnar þeirra í fyrsta þættinum vöktu eiginlega meiri athygli en lögin sjálf.
Eurovision Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira