Árás Bretastjórnar Jón Sigurðsson skrifar 15. október 2009 06:00 Enda þótt ár sé liðið fer því víðs fjarri að áhrifin af tilhæfulausri árás Bretastjórnar á Íslendinga séu farin að minnka. Því fer líka fjarri að upplýst hafi verið til fulls hverjar ástæður Bretastjórn notaði sem yfirskin til þessara aðgerða. Síst af öllu kemur til mála að Íslendingar gleymi þessu tilræði. Þvert á móti eigum við að hafa þetta fólskubragð vel hugfast. Árás Bretastjórnar var í raun fjórföld. Í fyrsta lagi var ráðist á Landsbanka Íslands og útibú hans. Í öðru lagi var ráðist á aðra íslenska banka. Í þriðja lagi var lagt til atlögu við breska banka og fjármálafyrirtæki í eigu íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau tengdust Landsbankanum eða öðrum. Í fjórða lagi réðst Bretastjórn einnig á íslenska fjármálaráðuneytið og þar með beinlínis á Lýðveldið Ísland. Árásin á Lýðveldið Ísland og íslensku þjóðina er sérstakur þáttur þessa máls og nær langt út yfir allt það sem rakið verður til Landsbankans eða gremju Bretastjórnar vegna Icesave. Hafi Bretastjórn með þessu tiltæki ætlað að veita eigin fjármálaeftirliti tímabæra aðvörun, verður að segja að ofurdramb og fantaskapur breskra ráðamanna er með ólíkindum. Sú ákvörðun Bretastjórnar að notast við lög um varnir gegn hryðjuverkum er annar ósóminn í þessu skammarlega máli. Hafi Bretastjórn með þessu ráðslagi ætlað að auka vinsældir sínar heima fyrir, verður að segja að slíkt er aumkunarvert. Fyrir þetta er verðugt að breska forsætisráðherranum verði reist níðstöng. Enn er engan veginn upplýst um áhrifin sem þetta fjandskaparbragð bresku stjórnarinnar hafði á hrun íslenska fjármálakerfisins. Margt bendir til þess að árásin hafi beinlínis haft úrslitaáhrif á það að breyta erfiðleikum og hruni fjármálafyrirtækja í allsherjarhrun í íslensku fjármálakerfi með skelfilegum afleiðingum fyrir lífskjör almennings hérlendis. Þeir sem gera lítið úr áhrifum árásarinnar telja að minnsta kosti ljóst að hún hafi komið á versta tíma og magnað og margfaldað þau vandræði sem við var að fást í fyrrahaust. Ekki hefur heldur verið upplýst hver voru tildrög eða ástæður, uppdiktaðar og aðrar, fyrir árásinni. Mjög mikilvægt er að nákvæm rannsókn verði gerð á þessu. Þjóðin á kröfu á því að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að efna til slíkrar rannsóknar og að láta birta niðurstöður hennar opinberlega. Litlu skiptir að slík rannsókn kunni að leiða í ljós óþægilegar upplýsingar um framkomu eða athafnir íslenskra manna. Íslendingar vilja ekki fara fram með rökleysur eða innihaldslausar ásakanir. Þeim mun mikilvægara er að greina frá öllum staðreyndum. En Íslendingar mega ekki beina réttlátri reiði sinni gegn breskum almenningi eða þeim sem lagt höfðu fé til vörslu í íslensku bönkunum. Jafnvel þótt þetta fólk hafi hlaupið fram í blindri græðgi eftir gylliboðum bankanna verður það ekki sakað um tilræði ríkisstjórnarinnar í Lundúnum. En þáttur breska forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans á ekki að gleymast á Íslandi. Þeir eiga áfram að vera alræmdir og fordæmdir sem hryðjuverkamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Enda þótt ár sé liðið fer því víðs fjarri að áhrifin af tilhæfulausri árás Bretastjórnar á Íslendinga séu farin að minnka. Því fer líka fjarri að upplýst hafi verið til fulls hverjar ástæður Bretastjórn notaði sem yfirskin til þessara aðgerða. Síst af öllu kemur til mála að Íslendingar gleymi þessu tilræði. Þvert á móti eigum við að hafa þetta fólskubragð vel hugfast. Árás Bretastjórnar var í raun fjórföld. Í fyrsta lagi var ráðist á Landsbanka Íslands og útibú hans. Í öðru lagi var ráðist á aðra íslenska banka. Í þriðja lagi var lagt til atlögu við breska banka og fjármálafyrirtæki í eigu íslenskra fyrirtækja, hvort sem þau tengdust Landsbankanum eða öðrum. Í fjórða lagi réðst Bretastjórn einnig á íslenska fjármálaráðuneytið og þar með beinlínis á Lýðveldið Ísland. Árásin á Lýðveldið Ísland og íslensku þjóðina er sérstakur þáttur þessa máls og nær langt út yfir allt það sem rakið verður til Landsbankans eða gremju Bretastjórnar vegna Icesave. Hafi Bretastjórn með þessu tiltæki ætlað að veita eigin fjármálaeftirliti tímabæra aðvörun, verður að segja að ofurdramb og fantaskapur breskra ráðamanna er með ólíkindum. Sú ákvörðun Bretastjórnar að notast við lög um varnir gegn hryðjuverkum er annar ósóminn í þessu skammarlega máli. Hafi Bretastjórn með þessu ráðslagi ætlað að auka vinsældir sínar heima fyrir, verður að segja að slíkt er aumkunarvert. Fyrir þetta er verðugt að breska forsætisráðherranum verði reist níðstöng. Enn er engan veginn upplýst um áhrifin sem þetta fjandskaparbragð bresku stjórnarinnar hafði á hrun íslenska fjármálakerfisins. Margt bendir til þess að árásin hafi beinlínis haft úrslitaáhrif á það að breyta erfiðleikum og hruni fjármálafyrirtækja í allsherjarhrun í íslensku fjármálakerfi með skelfilegum afleiðingum fyrir lífskjör almennings hérlendis. Þeir sem gera lítið úr áhrifum árásarinnar telja að minnsta kosti ljóst að hún hafi komið á versta tíma og magnað og margfaldað þau vandræði sem við var að fást í fyrrahaust. Ekki hefur heldur verið upplýst hver voru tildrög eða ástæður, uppdiktaðar og aðrar, fyrir árásinni. Mjög mikilvægt er að nákvæm rannsókn verði gerð á þessu. Þjóðin á kröfu á því að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að efna til slíkrar rannsóknar og að láta birta niðurstöður hennar opinberlega. Litlu skiptir að slík rannsókn kunni að leiða í ljós óþægilegar upplýsingar um framkomu eða athafnir íslenskra manna. Íslendingar vilja ekki fara fram með rökleysur eða innihaldslausar ásakanir. Þeim mun mikilvægara er að greina frá öllum staðreyndum. En Íslendingar mega ekki beina réttlátri reiði sinni gegn breskum almenningi eða þeim sem lagt höfðu fé til vörslu í íslensku bönkunum. Jafnvel þótt þetta fólk hafi hlaupið fram í blindri græðgi eftir gylliboðum bankanna verður það ekki sakað um tilræði ríkisstjórnarinnar í Lundúnum. En þáttur breska forsætisráðherrans og fjármálaráðherrans á ekki að gleymast á Íslandi. Þeir eiga áfram að vera alræmdir og fordæmdir sem hryðjuverkamenn.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar