NBA í nótt: Nowitzky með 29 stig í einum leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2009 09:00 Dirk Nowitzky fór mikinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira