NBA í nótt: Nowitzky með 29 stig í einum leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2009 09:00 Dirk Nowitzky fór mikinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst. NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst.
NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira