Vekja athygli á flokkunarkerfi 10. desember 2009 00:01 Ofbeldisleikur PEGI-merkið neðst í vinstra horni þessa tölvuleiks gefur til kynna að hann sé ekki ætlaður ungmennum undir átján ára aldri. Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Á næstu dögum verða kynntar niðurstöður SAFT könnunarinnar 2009 sem tengjast tölvuleikjum og farsímum. SAFT, sem stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga hér á landi. Samtökin vekja á því athygli að auki mynddiska séu tölvuleikir ein vinsælasta jólagjöfin til íslenskra barna. Þekkt sé að fullorðnir kunni að rata í vandræði þegar að því komi að velja tölvuleik sem henti aldri viðtakenda og því er bent sérstaklega á að velflestir leikir hafi til að bera sérstakar merkingar sem hjálpa eigi fólki. Merki PEGI-flokkunarkerfisins (e. Pan European Games Information), sem er samevrópskt flokkunarkerfi sem setur aldurstakmörk fyrir gagnvirka leiki og kvikmyndir, er alla jafna að finna á framhlið tölvuleikjanna, neðst í vinstra horni. Með innleiðingu kerfisins í Evrópu var ætlunin að tryggja að ólögráða börn færu ekki í leiki eða hefðu aðgang að myndefni sem ekki væri við þeirra hæfi. Þá nýtur kerfið stuðnings framleiðenda leikjatölva. Í þeim hópi eru framleiðendur þeirra tölva sem útbreiddastar eru, svo sem PlayStation, Xbox og Nintendo, sem og útgefendur og fyrirtæki sem þróa gagnvirkra leiki og myndefni um alla Evrópu.- óká
Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira