Þjálfarinn Jerry Sloan hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz út næstu leiktíð, sem þýðir væntanlega að hann muni stýra liðinu samfleytt í 22 ár.
Enginn þjálfari í stærstu hópíþróttunum fjórum í Bandaríkjunum kemst með tærnar þar sem Sloan hefur hælana hvað varðar langlífi hjá sama félaginu, en hann tók við Utah árið 1988.
Sloan vann fyrir skömmu sinn 1000. leik sem þjálfari Utah, en engum þjálfara hefur tekist að vinna svo marga leiki með sama liðinu í sögu NBA.