NBA í nótt: San Antonio náði sér í titil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2009 09:26 Tekið á því í leik San Antonio og New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami
NBA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira