Örebro vann í kvöld 3-1 sigur á Kristianstad í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir lék allan leikinn fyrir Örebro en Edda Garðarsdóttir var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.
Fjórir Íslendingar voru í byrjunarliði Kristianstad sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar.
Guðný Björk Óðinsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir léku allan leikinn en Hólmfríði Magnúsdóttur var skipt af velli á 76. mínútu.
Örebro er í fimmta sæti deildarinnar með 35 stig en Kristianstad í því tíunda með níu stig. Liðið er einu stigi frá fallsæti en fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.
Örebro lagði Kristianstad
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið
United missti frá sér sigurinn í lokin
Enski boltinn
Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn
Enski boltinn
Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli
Enski boltinn