Rannsóknargögn lögreglu skilin eftir á víðavangi 27. apríl 2009 18:59 Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna. Pólstjörnumálið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur. Í ruslagámi rétt við Þingvallavatn, sem er mikið notaður af fólki í sumarhúsum á svæðinu, fannst ekkert venjulegt rusl þegar fréttastofa kom á staðinn í morgun. Í staðinn var þar að finna mörg þúsund blaðsíður af rannsóknargöngum, afritum af lögregluskýrslum, ljósmyndum og fleira. Á meðal þeirra gagna sem þarna var að finna voru rannsóknargögn lögreglu úr pólstjörnumálinu svokallaða, einu stærsta fíkniefnamáli síðari tíma. Gögnin í gámnum voru gríðarlega ítarleg og nákvæm og í sumum tilfellum afar persónuleg. Nöfn kennitölur og bankaupplýsingar úr skilnaðarmálum, innheimtumálum og gjaldþrotamálum svo eitthvað sé nefnt. Viðlíka gögn úr öðrum umfangsmiklum sakamálum var einnig að finna í gámnum. Ljósmyndir sem voru í gámnum eru eru gott dæmi um það hvers konar göng þetta eru. Þær eru teknar af óeinkennisklæddum lögreglumönnum í Kaupmannahöfn og sýna höfuðpaurana í Pólstjórnumálinu á meðan smyglið var enn í undirbúningi. Ekki beint eitthvað sem þú vilt skilja eftir á glámbekk, Fréttastofa fann fljótlega út að gögnin eru af lögfræðistofunni Lega og tilheyra flest sakborningum sem lögfræðingar stofunnar hafa varið gegn ákærum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri lögmannafélags Íslands sagði málið alvarlegt þegar fréttastofa ræddi við hann í dag. Lögmenn séu bundnir trúnaði við skjólstæðinga sína. Og hann hafi mögulega verið brotinn í þessu tilfelli. Viðkvæmum gögnum eigi að eyða þannig að tryggt sé að þau komist ekki í rangar hendur. Bjarni Hauksson hjá lögfræðistofunni Lega segir að gögnin hafi lent í ruslagámnum á Þingvöllum fyrir mistök sem urðu í flutningum um helgina. Þau yrðu tafarlaust fjarlægð. Hann sagðist miður sín vegna mistakanna.
Pólstjörnumálið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira