Button var að kikna undan pressunni 19. október 2009 11:16 Jenson Button ásamt japönsku kærustu sinni Jessicu. mynd: kappakstur.is Bretinn Jenson Button segir að hann hafi verið að kikna undan pressunni sem fylgdi því að leiða meistaramótið og að fjölmiðlar hafi farið hamförum þegar honum gekk ekki vel á miðju tímabilinu. Hann stóð þó uppi sem Formúlu 1 meistari í gær. Breska pressan er óvæginn, en Button las ósjaldan harða gagnrýni á sig, jafnvel þó hann sé sjálfur búsettur í Mónakó þá fylgist hann með heimspressunni. Það var að að hrista verulega upp í honum og hann stóð sig að því að lesa margar neikvæðar greinar um sig í sumar og taka það inn á sig. "Til að selja blöð þarf sláandi fyrirsagnir eins og Button er að missa sig... þolir ekki pressuna... er hann verðugur meistari... En. Ég er meistari í dag. Það tekur það engin frá mér", sagði Button. Hann er þó skýjum ofar í orðsins fyllstu merkingu, bæði með árangurinn og eins er hann að fljúga frá Brasilíu til Englands til að vera við móttökuathöfn í Bretlandi. Þó Button sé meistari með Brawn, þá er hann ekki með undirritaðan samning við Brawn liðið sem vann tvö titla í gær, titil ökumanna og bílasmiða. "Ég vil að sjálfsögðu keppa á næsta ári og keppa um titilinn eins og í ár. Það mun hjálpa Brawn liðinu að kostnaðurinn er alltaf að minnka á milli ára. Það er búið að vinna mikið í 2010 bílnum, þannig að liðið er vel í stakk búið hvað næsta ár varðar. Ég er samt ekkert með samning við Brawn fyrir næsta ár. Báðir aðilar vildi klára þetta tímabil, en ég mun ræða málin við mína menn þegar ég er búinn að jafna mig á þynnkunni eftir að hafa fagnað titlinum." Sjá ítarlegt viðtal við Button Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Bretinn Jenson Button segir að hann hafi verið að kikna undan pressunni sem fylgdi því að leiða meistaramótið og að fjölmiðlar hafi farið hamförum þegar honum gekk ekki vel á miðju tímabilinu. Hann stóð þó uppi sem Formúlu 1 meistari í gær. Breska pressan er óvæginn, en Button las ósjaldan harða gagnrýni á sig, jafnvel þó hann sé sjálfur búsettur í Mónakó þá fylgist hann með heimspressunni. Það var að að hrista verulega upp í honum og hann stóð sig að því að lesa margar neikvæðar greinar um sig í sumar og taka það inn á sig. "Til að selja blöð þarf sláandi fyrirsagnir eins og Button er að missa sig... þolir ekki pressuna... er hann verðugur meistari... En. Ég er meistari í dag. Það tekur það engin frá mér", sagði Button. Hann er þó skýjum ofar í orðsins fyllstu merkingu, bæði með árangurinn og eins er hann að fljúga frá Brasilíu til Englands til að vera við móttökuathöfn í Bretlandi. Þó Button sé meistari með Brawn, þá er hann ekki með undirritaðan samning við Brawn liðið sem vann tvö titla í gær, titil ökumanna og bílasmiða. "Ég vil að sjálfsögðu keppa á næsta ári og keppa um titilinn eins og í ár. Það mun hjálpa Brawn liðinu að kostnaðurinn er alltaf að minnka á milli ára. Það er búið að vinna mikið í 2010 bílnum, þannig að liðið er vel í stakk búið hvað næsta ár varðar. Ég er samt ekkert með samning við Brawn fyrir næsta ár. Báðir aðilar vildi klára þetta tímabil, en ég mun ræða málin við mína menn þegar ég er búinn að jafna mig á þynnkunni eftir að hafa fagnað titlinum." Sjá ítarlegt viðtal við Button
Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira