Skáld á villigötum? Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2009 00:01 Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpsviðtali einhverntíma eftir bankahrun og fyrir búsáhaldabyltingu mælti ég með því að kallaðir yrðu til erlendir sérfræðingar til að manna lykilstöður í íslensku fjármálalífi. Ég var ekki einn um þá skoðun. Ráðningu erlendra sérfræðinga í lykilstöður má styðja margvíslegum rökum. Bankahrunið afhjúpaði þá staðreynd að íslensk stjórnvöld og íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu sofnað á verðinum. Vegna þessa sofandaháttar hafa stórir hópar fólks og fjárfesta vítt um lönd orðið fyrir verulegum og óafturkræfum búsifjum. Orðspor Íslands og fjármálastofnana sem tengjast Íslandi með einum eða öðrum hætti hefur beðið mikla hnekki. Bankahrunið og kreppuástandið kalla á skjót og góð viðbrögð á mörgum sviðum efnahags- og atvinnumála. Meðal forgangsmála er að endurvekja traust á íslenska bankakerfinu og sýna umheiminum að sofandaháttur eftirlitsstofnana og stjórnsýslustofnana hafi verið aflagður. Það er líka mikilvægt að koma því til skila að einstaklingar í forsvari fyrir lykilstofnunum séu að kljást við að leysa úr vandamálum og ekki uppteknir við að fegra fyrri aðkomu að stjórnun íslensks efnahagslífs. Auk þess er æskilegt að forsvarsmenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hafi þekkingu og skilning á því hvernig farið skuli að því að endurreisa bankakerfi sem hefur hrunið til grunna. Verkin tala, ekki þjóðerniðÞað er rétt sem Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu að finna má Íslendinga sem uppfylla öll þau skilyrði sem eðlilegt er að setja þegar ráða skal Seðlabanka og Fjármálaeftirliti nýja forsvarsmenn bæði tímabundið og til langframa. Nú skiptir hins vegar mestu að segja skýrt og greinilega og með trúverðugum hætti að við ætlum að endurreisa Seðlabanka og Fjármálaeftirlit og skapa þeim aðstöðu til að leika lykilhlutverk í endurreisninni. Tímabundin setning Norðmannsins Svein Harald Öygard í stöðu seðlabankastjóra sendir bæði erlendum og innlendum fjármálastofnunum og erlendum eftirlitsstofnunum og matsfyrirtækjum þau skilaboð að Ríkisstjórn Íslands vilji efla Seðlabankann faglega. Á endanum dæmum við svo Svein Harald af verkum hans en ekki þjóðerni. Steinunn Sigurðardóttir veltir upp hvort heimilt sé að setja erlendan ríkisborgara tímabundið í starf Seðlabankastjóra. Lögfræðingar skeggræða þýðingu ákvæðis stjórnarskrárinnar um að eigi megi skipa aðra en íslenska ríkisborgara í embætti. Upplýsingar frá m.a. Carlos Ferrera sem að eigin sögn þurfti að bíða íslensks ríkisborgararéttar til að fá skipun í prestsembætti sem hann hafði áður fengið setningu í benda til þess að framkvæmdin hafi verið sú fram að þessu að setja erlenda ríkisborgara í embætti. Þessi framkvæmd virðist hafa gengið hnökralaust fram að þessu, öllum til hagsbóta. Þannig hafa mikilvægar stofnanir fengið góða starfskrafta og afbragðsmenn (og konur) hafa ekki verið neyddar til að afsala sér ríkisfangi til að öðlast starf. Fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, bar stjórnsýslulega ábyrgð á setningu erlends ríkisborgara í prestsembætti. Nú efast annar fyrrverandi kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, um gildi ákvarðana núverandi seðlabankastjóra. Ætli hann vilji ógilda giftingar og greftranir austur á landi í leiðinni? Landráð?Steinunn spyr hvort það séu ekki landráð að hleypa Norðmanni í gagnasafn Seðlabankans. Þetta er stórundarleg spurning. Í fyrsta lagi hafa fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfað hjá Seðlabankanum án þess að komið hafi til teljandi tjáningarvanda eða landráðabrigsla. Í öðru lagi þá má spyrja hvaða ríkisleyndarmál séu varðveitt í Seðlabankanum. Er það viðbragðsáætlun A og viðbragðsáætlun B vegna bankahruns? Fyrrverandi seðlabankastjóri upplýsti um viðbragðsáætlun A („við borgum ekki“) í frægu viðtali í Kastljósi í október síðastliðinn og margir hagfræðingar hafa ítrekað spurt um áætlun B í framhaldinu. Eða er það áætlun fyrri bankastjórnar um uppbyggingu gjaldeyrisvarasjóðs fyrir lýðveldið Ísland? Eða er það áætlunin um beitingu lausafjárskyldu og bindiskyldu til að hefta ofvöxt íslenska bankakerfisins? Nú, í þriðja lagi þá vekur spurning Steinunnar vangaveltur um hvort banna skuli Ingimundi Friðrikssyni að fara til starfa undir herravaldi ríkisstjórnar hans hátignar Haraldar V af Noregi? Verðum við ekki að ætla að Ingimundur búi yfir vitneskju um ætlaðar „leyniáætlanir“ íslenskra stjórnvalda á sviði peningamála og fjármála. Í fjórða lagi hafa íslensk stjórnvöld undirgengist að útlendingar frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fylgist með gjörðum Seðlabankans. Í fimmta lagi mætti spyrja hví Steinunn Sigurðardóttir hellti ekki úr skálum reiði sinnar þegar fyrrverandi forsætisráðherra Íslands réði til sín norskan hernaðarsérfræðing til að stjórna viðbrögðum stjórnvalda við bankahruninu í október. Að lokum þetta: Það er fagnaðarefni að núverandi ríkisstjórn skuli grípa til aðgerða til að auka traust á Seðlabankanum og öðrum opinberum eftirlits- og stjórnsýslustofnunum á sviði fjármála. Seðlabankinn þarf stjórnanda með afburðaþekkingu á hagfræði og peningastefnu, bankamálum og uppbyggingu hrunins bankakerfis. Hvort hann getur sungið, skrifað, ort eða skammast á íslensku skiptir engu máli.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun