Þér er ekki boðið 3. júní 2009 00:01 Nú er sú sérkennilega staða uppi á Fróni að íbúarnir eru tilbúnir að taka á sig auknar byrðar, borga stærri hluta af naumt skömmtuðu ráðstöfunarfé sínu og þiggja minni þjónustu fyrir það sem þeir greiða til samfélagsins. Hins vegar stendur á stjórnvöldum að bregðast við þessu og koma til móts við þegna sína. Enginn skyldi halda að auðvelt verk bíði þeirra sem nú halda um stjórnartaumana. Það verður hins vegar að játast að nokkuð er til í gagnrýni á stjórnvöld. Þjóðin fær enn engar upplýsingar um hvernig reikningurinn fyrir sukkveisluna miklu verður greiddur. Menn vita ekki hvort eða hvernig tekjuskattur verður hækkaður og allra síst hvenær. Forsætisráðherra hefur talað um að slíkt sé ekki hægt að gera nema um áramót. Einhvern veginn hélt maður að nauðsyn bryti öll lög; það sama ætti ekki við eftir samfélagshrun og á venjulegu skattaári. ekkert fer eins illa með sálina í fólki og helber óvissan. Fyrstu ráðleggingar sem öllum í fjárhagserfiðleikum eru gefnar eru að setja öll spilin á borðið, tína til allar skuldir og teikna upp möguleikana á að greiða þær niður og hve langan tíma það muni taka. Þá er komið ákveðið verkefni sem þarf að takast á við; vissulega erfitt, en þó afmarkað verkefni sem sér fyrir endann á. Stjórnvöld láta hins vegar enn eins og það sé þeirra einkamál hvernig ná á í milljarðatugi á næstu mánuðum. Við fáum reglulega að heyra hve ofsalega erfitt verkefnið sé; erfiðustu ákvarðanir sem ráðamenn hafi tekið. Okkur kemur það ekkert við. Enginn efast um álagið á stjórnvöldin en betra væri ef ráðamenn hættu að barma sér yfir því og legðu spilin á borðið. Sýndu okkur stöðuna. Þá gætum við tekið þátt í umræðu um hvernig við komum okkur út úr vandanum. Umræðustjórnmál er tískuorð sem mörgum þeim sem nú stýra fleyinu hefur verið tamt að nota. Og nú er þjóðin alveg til í umræðu um hvernig staðan er, þegar hillir undir ársafmæli hrunsins. rottweiler hundarnir sungu um veislu sem þeir héldu og töldu upp þá sem ekki fengu að vera með. „Þér er ekki boðið!“ Efnahagsviðreisnin er vissulega engin veisla, en við viljum þó gjarnan taka þátt í henni. Það þarf bara að bjóða okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Nú er sú sérkennilega staða uppi á Fróni að íbúarnir eru tilbúnir að taka á sig auknar byrðar, borga stærri hluta af naumt skömmtuðu ráðstöfunarfé sínu og þiggja minni þjónustu fyrir það sem þeir greiða til samfélagsins. Hins vegar stendur á stjórnvöldum að bregðast við þessu og koma til móts við þegna sína. Enginn skyldi halda að auðvelt verk bíði þeirra sem nú halda um stjórnartaumana. Það verður hins vegar að játast að nokkuð er til í gagnrýni á stjórnvöld. Þjóðin fær enn engar upplýsingar um hvernig reikningurinn fyrir sukkveisluna miklu verður greiddur. Menn vita ekki hvort eða hvernig tekjuskattur verður hækkaður og allra síst hvenær. Forsætisráðherra hefur talað um að slíkt sé ekki hægt að gera nema um áramót. Einhvern veginn hélt maður að nauðsyn bryti öll lög; það sama ætti ekki við eftir samfélagshrun og á venjulegu skattaári. ekkert fer eins illa með sálina í fólki og helber óvissan. Fyrstu ráðleggingar sem öllum í fjárhagserfiðleikum eru gefnar eru að setja öll spilin á borðið, tína til allar skuldir og teikna upp möguleikana á að greiða þær niður og hve langan tíma það muni taka. Þá er komið ákveðið verkefni sem þarf að takast á við; vissulega erfitt, en þó afmarkað verkefni sem sér fyrir endann á. Stjórnvöld láta hins vegar enn eins og það sé þeirra einkamál hvernig ná á í milljarðatugi á næstu mánuðum. Við fáum reglulega að heyra hve ofsalega erfitt verkefnið sé; erfiðustu ákvarðanir sem ráðamenn hafi tekið. Okkur kemur það ekkert við. Enginn efast um álagið á stjórnvöldin en betra væri ef ráðamenn hættu að barma sér yfir því og legðu spilin á borðið. Sýndu okkur stöðuna. Þá gætum við tekið þátt í umræðu um hvernig við komum okkur út úr vandanum. Umræðustjórnmál er tískuorð sem mörgum þeim sem nú stýra fleyinu hefur verið tamt að nota. Og nú er þjóðin alveg til í umræðu um hvernig staðan er, þegar hillir undir ársafmæli hrunsins. rottweiler hundarnir sungu um veislu sem þeir héldu og töldu upp þá sem ekki fengu að vera með. „Þér er ekki boðið!“ Efnahagsviðreisnin er vissulega engin veisla, en við viljum þó gjarnan taka þátt í henni. Það þarf bara að bjóða okkur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun