Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. desember 2025 07:32 Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt er í ljósi umræðunnar að halda grundvallarstaðreyndum til haga þegar rætt er um íslenzka ríkisborgara sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og erlenda ríkisborgara frá ríkjum innan svæðisins sem búsettir eru hérlendis. Mjög langur vegur er frá því að þeir þyrftu að flytja til síns heima heyrði samningurinn sögunni til. Fyrir það fyrsta búa langflestir íslenzkir ríkisborgarar, sem búsettir eru í öðrum ríkjum innan EES, á hinum Norðurlöndunum og njóta þar ekki síðri réttinda en felast í EES-samningnum vegna norrænna samninga sem eru í fullu gildi. Þó samningsins nyti ekki við lengur þyrftu þeir fyrir vikið ekki að flytja aftur heim líkt og til dæmis var haldið fram í grein á Vísi nýverið. Fjöldi þeirra íslenzku ríkisborgara sem búa í öðrum ríkjum innan EES utan hinna Norðurlandanna er minni en í Bandaríkjunum einum. Um sex þúsund. Kæmi til þess að EES-samningurinn heyrði sögunni til yrði líklega samið um stöðu þeirra innan EES og stöðu ríkisborgara ríkja svæðisins hér á landi líkt og til dæmis var gert þegar Bretar yfirgáfu Evrópusambandið. Við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu var þannig samið um það að allir þeir brezku ríkisborgarar sem búsettir voru í ríkjum innan sambandsins, og þar með innan EES, héldu óskertum réttindum sínum. Þetta er hliðstætt á við það þegar við stofnuðum lýðveldið 17. júní 1944. Þá héldu danskir og íslenzkir ríkisborgarar fæddir fyrir þann tíma öllum réttindum sínum. Hvað varðar framtíðina gætu ríkisborgarar frá ríkjum innan EES eftir sem áður sezt að og starfað hér á landi. Það færi þá einfaldlega eftir hérlendum reglum í þeim efnum og hvað samið yrði um. Sama á við um íslenzka ríkisborgara sem vildu setjast að eða vinna í þeim ríkjum sem eftir yrðu innan EES. Óbreytt staða yrði hins vegar á hinum Norðurlöndunum. Með öðrum orðum er einungis um hræðsluáróður að ræða þegar því er haldið fram, líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, gerði á Útvarpi Sögu á dögunum, að án EES-samningsins myndu allir íslenzkir ríkisborgarar búsettir í öðrum EES-ríkjum missa lífsviðurværi sitt. Sem utanríkisráðherra á hún að vita betur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun