Að meta fatlaða að verðleikum Sigursteinn Másson skrifar 19. september 2009 06:00 Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar