Körfubolti

NBA í nótt: Orlando sjóðheitt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jameer Nelson gegn Tim Duncan í leiknum í nótt.
Jameer Nelson gegn Tim Duncan í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images
Orlando vann San Antonio, 105-98, í NBA-deildinni í nótt. Dwight Howard skoraði 24 stig og Jameer Nelson 22, þar af átta á síðustu tveimur mínútum leiksins.

Orlando og Boston hafa bæði unnið 30 leiki alls en Orlando hefur unnið þrettán af síðustu fimmtán leikjum sínum.

Phoenix vann LA Clippers, 109-103, sem tapaði þar með sínum ellefta leik í röð. Amare Stoudemire lenti í villuvandræðum en skoraði samt 26 stig.

LA Lakers vann Miami, 108-105. Andrew Bynum skoraði 24 stig og setti niður sigurkörfuna þegar átján sekúndur voru til leiksloka. Lakers varð þar með fyrsta liðið í Vesturdeildinni til að komast í 30 sigurleiki.

Golden State vann Indiana, 120-117. Jamal Crawford skoraði 32 stig og setti niður mikilvægan þrist þegar ellefu sekúndur voru eftir. Danny Granger skoraði alls 42 stig í leiknum fyrir Indiana, þar af fimmtán í síðasta leikhluta.

Sacramento vann Dallas, 102-95. Kevin Martin skoraði 21 stig og Beno Udrih sextán fyrir Sacramento sem vann þar með sinn fyrsta leik á nýju ári.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×