New England Patriots, Cincinnati Bengals, Green Bay Packers og Dallas Cowboys fengu öll farseðil inn í úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina.
Meistarar Pittsburgh Steelers eru enn í baráttunni um að næla í sæti í úrslitakeppninni eftir nauman sigur á Baltimore.
New York Jets sá aftur á móti til þess að Indianapolis Colts nær ekki fullkomnu tímabili. Jets kom til baka í síðari hálfleik er Colts hvíldi marga af lykilmönnum sínum.
Denver Broncos, sem vann sex fyrstu leiki sína á tímabilinu, ræður ekki lengur eigin örlögum þar sem liðið tapaði gegn Philadelphia um helgina.