Umfjöllun: Tap gegn Austurríki Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:24 Sigurður þjálfari hefur ekki verið ánægður með leik Íslands í dag. Mynd/Stefán Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins. Íslenska liðið hóf leikinn afleitlega. Austurríkismenn gátu skorað af vild og ekkert datt í körfuna hinu megin á vellinum. Eftir þrjár og hálfa mínútu var Austurríki komið með ellefu stiga forystu, 13-2. Austurríki náði fimmtán stiga forskoti áður en Íslands skoraði aftur. Um leið og Ísland hætti að leita að þriggja stiga skoti í hverri sókn, liðið klikkaði úr sex slíkum skotum á fyrstu mínútum leiksins, fór leikur liðsins að ganga betur, bæði í vörn og sókn. Ísland minnkaði muninn í sex stig fyrir leikhlé, 23-17. Logi Gunnarsson bar íslenska liðið uppi í fjórðungnum með níu stigum og 100% skotnýtingu. Jón Arnór Stefánsson skoraði sex fyrstu stig annars leikhluta og jafnaði leikinn, 23-23. Jón Arnór skoraði alls ellefu fyrstu stig Íslands í fjórðungnum en hann hefði þurft mun meiri hjálp því Austurríska liðið beit frá sér á nýjan leik og náði átta stiga forystu, 38-30. Ísland endaði fyrri hálfleik á svipuðum nótum liðið hóf hann og gengu Austurríkismenn á lagið og náðu ellefu stiga forystu fyrir hálfleikinn, 45-34. Ísland hitti úr þrem af fjórtán þriggja stiga skotum sínum í hálfleikum en liðið þarf að nýta þau betur gegn liði eins og Austurríki. Jón Arnór skoraði 13 stig í hálfleiknum og Logi Gunnarsson 11 en aðrir leikmenn liðsins náðu sér engan vegin á strik. Ekkert gekk í sóknarleik íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks og skoraði liðið aðeins tvö stig fyrstu mínútur hans. Það var til happs að sóknarleikur Austurríkis var ekki mikið skárri og því munaði aðeins fjórtán stigum, 52-38. Ísland náði að minnka muninn í sjö stig, 54-47, þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta en þá hrundi leikur liðsins og Austurríki náði tólf stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-48. Ísland hóf síðustu atlöguna að forystu Austurríkis þegar sex mínútur voru til leiksloka. Liðið var tíu stigum undir, 53-63. Þá setti Páll Axel Vilbergsson niður tvær þriggja stiga körfur, hans fyrstu stig í leiknum, og skyndilega munaði aðeins fjórum stigum á liðum og rétt innan við fimm mínútur eftir, 59-63. Sigurður Þorsteinsson minnkaðu muninn í tvö stig í næstu sókn en þá skoruðu gestirnir fimm stig í röð og munurinn var kominn í sjö stig, 68-61, og þrjár mínútur til leiksloka. Nær komst íslenska liðið ekki á lokasprettinum og Austurríki tryggði sér því þriðja sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppninnar með ellefu stiga sigri, 65-76. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 17, Jón Arnór Stefánsson 16, Pavel Ermolinskij 10, Páll Axel Vilbergsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Hlynur Bæringsson 5, Helgi Már Magnússon 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira