Það þurfti Los Angeles Clippers til að koma New Orleans Hornets aftur á sigurbraut í NBA-deildinni. Hornets vann öruggan sigur á Clippers í nótt þar sem Devin Brown átti flottan leik.
Byron Scott þjálfari var með Brown í byrjunarliðinu annan leikinn í röð í hlutverki skotbakvarðar. Það borgaði sig því allt annað var að sjá til liðsins og Brown jafnaði sinn besta árangur með því að skora 25 stig í leiknum í aðeins þrem leikhlutum.
Phoenix vann svo góðan sigur á Philadelphia og er að byrja tímabilið vel.
Úrslit næturinnar:
Philadelphia-Phoenix 115-119
NY Knicks-Utah 93-95
San Antonio-Toronto 131-124
Golden State-Minnesota 146-105
LA Clippers-New Orleans 84-112