Íslandsmótið í badminton: Tinna þrefaldur meistari Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 16:53 Tinna er þrefaldur Íslandsmeistari í badminton. Mynd/Vilhelm Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19. Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira
Tinna Helgadóttir vann þrjá titla á Íslandsmótinu í badminton sem fór fram í Hafnarfirði um helgina. Hún varð meistari í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik, með bróður sínum Magnúsi sem varð tvöfaldur meistari í karlaflokki, líkt og Helgi Jóhannesson. Hér fer samantekt yfir úrslitaleiki dagsins en enginn leikur fór ú oddarimmu, allir unnust þeir 2-0.Tvenndarleikur Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 2-0 og vörðu þar með titil sinn. Þetta var jafnframt þriðji titill þeirra í tvenndarleik saman. Fyrri lotan endaði með öruggum sigri systkinanna, 21-8, en önnur lotan var æsispennandi. Þar byrjuðu Broddi og Elsa betur, en Magnús og Tinna sóttu á, komust yfir og unnu að lokum 21-19.Einliðaleikur karla Helgi Jóhannesson varði titil sinn með 2-0 sigri á Huga Heimissyni. Helgi var í miklu stuði í fyrstu lotu, komst í 15-4 og vann að lokum 21-10. Jafnt var í upphafi annarrar lotu en þá tók Helgi við sér og tók örugga forystu, 11-5. Hugi gafst þó ekki upp og jafnaði í 17-17 en með ótrúlegri spilamennsku vann Helgi 21-17 og tryggði sér titilinn. Þetta var fjórði titill Helga í einliðaleik. Einliðaleikur kvenna Ragna Ingólfsdóttir hafði unnið þennan titil frá árinu 2003 en hún er fjarverandi vegna meiðsla. Það var Tinna Helgadóttir sem varð meistari eftir sigur á Karitas Ósk Ólafsdóttir frá Akranesi. Karítas byrjaði vel í sínum fyrsta úrslitaleik og komst í 3-0 áður en Tinna tók yfirhöndina. Hún komst í 10-16, 13-19 og vann að lokum 21-14 í fyrstu lotu. Önnur lota var lítt spennandi, Tinna komst í 11-2 og vann að lokum 21-12.Tvíliðaleikur karla Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason voru aðeins nítján mínútur að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þeir lögðu þá Brodda Kristjánsson og Þorsteinn Páll Hængsson nokkuð örugglega 21-12 og 21-15.Tvíliðaleikur kvenna Tinna Helgadóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir lögðu Elsu Nielsen og Vigdísi Ásgeirsdóttir, 2-0 í æsispennandi leik. Báðar loturnar enduðu 21-19.
Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sjá meira