Tækifæri í súginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2009 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun