Tækifæri í súginn Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2009 06:00 Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir skrifar um álver í Helguvík Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi. Samningurinn þýðir að 250 megavött frá Hellisheiðarvirkjun, Hverahlíð auk Gráhnjúka fara öll í álframleiðslu. Á mannamáli þýðir þetta að möguleikar Orkuveitunnar til að snúa við blaðinu í stóriðju- og atvinnumálum eru fyrir bí. Við stjórnvölinn í Orkuveitunni sitja flokkarnir sem leiddu mesta stóriðjutímabil Íslandssögunnar. Þessir sömu flokkar bera nú ábyrgð á nýsamþykktum samningi. Fyrri samningur milli Orkuveitunnar og Norðuráls rann út um áramótin og hefði því verið um að ræða einstakt tækifæri til að endurmeta orkusölu frá Orkuveitu Reykjavíkur til framtíðar í þágu sjálfbærrar þróunar og fjölbreytts atvinnulífs. Margítrekað hefur verið mikilvægi þess að dreifa áhættunni, setja ekki öll eggin í sömu körfuna og nýta orkuauðlindirnar í þágu fjölbreytni og vistvænnar framleiðslu. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Norðurál geti vænst sérstakra ívilnana ríkisstjórnarinnar vegna framkvæmdarinnar, verið undanþegið hluta opinberra gjalda auk annarra tilhliðrana sem hlýtur meðal annars að fela í sér nýtt starfsleyfi fyrir stærra álver. Ljóst er að ríkisstjórnin hefur engin fyrirheit uppi um að snúa af braut stjóriðjustefnunnar. Fagra Ísland Samfylkingarinnar er endanlega fyrir bí. Samningurinn kom til afgreiðslu með afar stuttum fyrirvara, leynd hvílir yfir orkuverðinu og kunnuglegt pukur umlykur umræðuna alla. Hér er um að ræða verðmæti sem almenningur á í félagi og er óverjandi með öllu að ráðstafa þeim án þess að fram fari upplýst og heiðarleg umræða um þann gjörning sem hér hefur farið fram og þá forgangsröðun sem þar endurspeglast. Undirrituð greiddi ein atkvæði gegn samningnum á stjórnarfundinum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun