Vinstri grænir kæra fleiri myndbirtingar af Steingrími 22. apríl 2009 15:00 Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG
Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16
Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34