Vinstri grænir kæra fleiri myndbirtingar af Steingrími 22. apríl 2009 15:00 Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG
Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16
Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34