Talið að draga verði úr ráðherraræðinu 17. apríl 2010 06:00 Ráðherrar glugga í skýrsluna Meðal þess sem þarf að gera er að draga úr ráðherraræði og efla nefndarstarf Alþingis. Menntamálaráðherra vill að skoðað verði hvernig jafnvægi ríki milli þings og framkvæmdarvalds á Norðurlöndum. Fréttablaðið/gva Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira