Segir óábyrgt af Wikileaks að birta gögn um sæstrengi 7. desember 2010 06:30 Bjarni K. Þorvarðarson Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Fjarskiptafélagið Hibernia Atlantic er ekki með sérstakan viðbúnað þrátt fyrir að lendingarstaðir þess fyrir ljósleiðara séu á lista bandarískra stjórnvalda yfir þjóðhagslega mikilvæga staði. Hibernia Atlantic er í eigu íslenska félagsins Hibernia Group, sem aftur er í meirihlutaeigu Columbia Ventures, félags Kenneths Peterson. Vefsíðan Wikileaks birti listann á sunnudag, en á honum er að finna fjölda fyrirtækja og starfsemi um heim allan sem bandarísk stjórnvöld telja mikilvæg eigin þjóðarhag, en eru staðsett fyrir utan Bandaríkin. Má þar nefna lyfjaverksmiðjur í Evrópu og námur í Afríku þar sem unnin eru efni í rafhlöður. Þá er að finna á listanum yfirlit yfir alla helstu lendingarstaði ljósleiðara sem tengja Bandaríkin við umheiminn. Birtingin hefur verið gagnrýnd þar sem með henni sé búið að búa til lista yfir möguleg skotmörk fyrir hryðjuverkasamtök sem skaða vilja Bandaríkin. Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri Hibernia Atlantic, tekur undir með þeim sem gagnrýnt hafa birtinguna. Í gögnum þeim sem birt voru á Wikileaks eru nefndir landtökustaðir sæstrengja Hibernia í Halifax í Kanada og í Southport í Bretlandi. „En þetta breytir svo sem engu fyrir okkur. Allt eru þetta opinberar upplýsingar sem koma fram í þessu skjali og engin leyndarmál," segir hann, en kveður þó um leið spurningu vakna um hversu mikið vit sé í að birta á einum stað hvaða sæstrengir það séu sem halda uppi alþjóðaviðskiptum og internetinu.„Sá sem hefur áhuga getur vissulega fundið þetta allt út, en það tæki heillangan tíma. En þarna er það tekið saman sem iðnaðurinn hefur af öryggisástæðum reynt að gera ekki," segir hann og bætir við að sæstrengir verði illa girtir af. „Þeir liggja þarna og eru öllum aðgengilegir. Það vill enginn að herþotur fljúgi yfir þeim í sífellu til að passa upp á þá og þess vegna er dálítið óábyrgt, verður maður að ætla, að birta allar þessar upplýsingar á einum stað." Þó svo að birting þessara upplýsinga breyti engu hvað starfsemi Hibernia varðar þá segir Bjarni að hún veki athygli á því að huga þurfi að því hvernig öryggismálum þessara strengja sem eru hagkerfum heimsins mikilvægir er háttað. „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að neinum sé í hag að svona skjal sé birt opinberlega," segir Bjarni, en kveðst um leið hafa fullan skilning á því að bandarísk stjórnvöld taki svona skjal saman. „Þeim er mikið í mun að þessir sæstrengir séu uppi og óhultir." olikr@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira