Danadrottning fengi ekki lendingarleyfi í Reykjavík 21. desember 2010 06:00 Dönsk herþyrla Danski herinn og Landhelgisgæslan starfa náið saman vegna öryggis- og björgunarmála við landið. mynd/landsbjörg Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira
Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj
Fréttir Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Sjá meira