Björgólfur og Sigurður Einarsson verða ekki sviptir fálkaorðunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. apríl 2010 13:35 Hin íslenska Fálkaorða er veitt reglulega að Bessastöðum. Mynd/ Vilhelm. Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur. Fálkaorðan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Það hefur aldrei verið rætt formlega í orðunefnd um Hina íslensku fálkaorðu að svipta þá Sigurð Einarsson og Björgólf Guðmundsson orðunni, segir Ólafur G. Einarsson, formaður orðunefndarinnar. Í grein í Fréttablaðinu í dag gagnrýnir Njörður Njarðvík, fyrrverandi háskólakennari, orðuveitingar forseta Íslands til Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Landsbankans, og Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings. „Mín viðbrögð hafa verið þau að mér finnst það býsna alvarleg aðgerð af hálfu forseta eða orðunefndar að svipta menn orðunni og að það þurfi andskoti mikið til. Og þá kemur að þessu mati, hvað er mikið?" segir Ólafur G. Hann segist ekki vita til þess að nokkur maður hafi verið sviptur orðunni en hann muni eitt dæmi þess að maður hafi skilað orðunni vegna óánægju með stefnu Íslendinga í umhverfismálum. ÓIafur segir að sér finnist alveg koma til greina að þeir Björgólfur og Sigurður skili orðum sínum. „Já, mér fyndist það alveg koma til greina ef að þeir finndu hjá sér þá hvöt. Það fyndist mér ekki óeðlilegt, en ég er ekki að gera kröfu til þess," segir Ólafur. Þegar Séð og heyrt spurði Sigurð Einarsson út í málið í fyrra sagðist hann hins vegar ekki ætla að skila orðunni sinni. Ólafur segir að ákvarðanir um fálkaorðuna séu á ábyrgð forsetans þó að orðunefndin komi að hverju einasta máli. Forseti hafi hins vegar aldrei gengið framhjá orðunefnd frá því að hann tók sæti í nefndinni. „Hann hefur aldrei veitt orðu nema að áður hafi komið tillaga frá orðunefnd og ég ímynda mér að forseti myndi ekki svipta neinn orðunni nema með stuðningi orðunefndar," segir Ólafur.
Fálkaorðan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira