Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma 21. apríl 2010 19:19 Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira