Fjölskyldan á Þorvaldseyri gerir hlé á búskap um óákveðinn tíma 21. apríl 2010 19:19 Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Byggðin undir Eyjafjöllum varð fyrir miklu áfalli í dag þegar oddviti héraðsins, bóndinn á Þorvaldseyri, játaði sig sigraðan gagnvart náttúruöflunum og lýsti því yfir að hlé yrði á búskap um óákveðinn tíma á þessu eina glæsilegasta býli landsins. Þorvaldseyri er eitt af stórbýlum landsins, með um tvöhundruð nautgripi. Þar hafa bændur verið í fararbroddi kornræktar á landinu undanfarna hálfa öld, þar er ræktað hveiti og lífræn olíuframleiðsla með repjurækt framundan. Eldspúandi gígarnir beint ofan jarðarinnar, öskufallið og aurflóðið hafa nú neytt fjölskylduna til að gera hlé á búskapnum. Ólafur Eggertsson bóndi segir að þessi ákvörðun hafi ekki verið létt en fjölskyldan hafi staðið heilshugar að því að svona yrði það; að hér gerðu þau hlé á búrekstri um óákveðinn tíma. „Við metum aðstæður þannig að það sé hvorki hægt fyrir mannskap eða skepnur að búa við þetta næstu misserin," segir Ólafur. Hann segir að jörðin verði að fá sinn tíma til jafna sig. Þótt gosinu ljúki séu mikla líkur á öskufjúki næstu árin ofan úr fjallinu, sem ekki sé hægt að búa við. Oddvitinn kveðst þakklátur fyrir stuðning landsmanna. Þau hafi fengið gríðarleg viðbrögð hjá fólki sem hringi og sendi þeim kveðju og sýni þeim samstöðu. Það hafi hjálpað gríðarlega mikið. Fólk bíði eftir því að koma til að hjálpa og hreinsa. Það sé einstakt að upplifa hvað hjálpsemin og samstaða Íslendinga sé sterk í dag. "Það er það sem við byggjum á sem þjóð." En það er ekki bara áhrif eldgossins á bújörðina sem stuðla að þessari ákvörðun, heldur einnig áhrifin á fjölskylduna. Ólafur segir að fjölskyldan þurfi að fá hvíld frá þessu í bili. „Það verður að taka tillit til þess að það er þessi mannlegi þáttur sem við erum fyrst og fremst kannski að hugsa um. Þó svo að það væri kannski hægt að þrauka og gera hérna eitthvað. En við bara sjáum ekki tilgang í því núna í vor. Við erum bara svo ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun. Og við ætlum að hlúa að okkar innra fólki og vinna okkur svo smátt og smátt upp aftur."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira