Signý: Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2010 22:12 Signý Hermannsdóttir var með 18 stig, 10 varin skot og 9 fráköst í kvöld. Mynd/Daníel Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira
Signý Hermannsdóttir átti flottan leik með KR í kvöld þegar deildarmeistararnir komust í 2-0 í undanúrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta með 79-75 sigur á Haukum á Ásvöllum. „Þetta var mjög mikilvægur sigur því það er alltaf erfitt að spila næsta leik eftir svona stóran sigur," sagði Signý en KR vann frysta leikinn með 31 stigi. „Við komum svo tilbúnar í fyrsta leikinn og vissum að við yrðum ekki með eins leik í dag. Við komum út svo rosalega brjálaðar í fyrsta leiknum að við yfirspiluðum þær í fyrsta leikhluta. Það setti þær út af laginu þá en núna voru þær tilbúnar í þetta og þá er þetta leikur frá fyrstu mínútu," sagði Signý. Það var hart tekist á í leiknum og bæði lið voru í miklum villuvandræðum. „Það var mikil barátta í þessum leik eins og sást á villunum á töflunni. Þetta var bara baráttuleikur og við náðum bara að klára sigurinn í endann," sagði Signý sem lokaði teignum og varði meðal annars 10 skot Haukakvenna í leiknum „Þær voru ekki að skora inn í teig í kvöld og við náðum að loka vel á það. Stóru stelpurnar þeirra voru líka í villuvandræðum sem hjálpaði til. Þá reyndar tók Sara Pálmadóttir upp á því að setja niður þrjá þrista þannig að það var kannski ekkert betra," sagði Signý í léttum tón. Haukaliðið byggir mikið á þeim Heather Ezell og Kiki Lund sem skoruðu aðeins 15 stig í fyrsta leiknum en voru með 47 stig saman í kvöld. „Þær eru rosalega góðar og Heather er með betri könum sem ég hef séð. Það er mikið verk að halda aftur að þeim. Gróa er búin að standa sig vel og þegar hún fór útaf þá kom einhver önnur á hana og stóð sig vel líka sem var alveg frábært," sagði Signý. „Þetta er alls ekki komið og á föstudaginn býst ég við þeim ekkert öðruvísi en í dag. Þetta verður aftur stál í stál í næsta leik. Við ætlum að reyna að taka þann leik en þær ætla örugglega að reyna að stela einum," sagði Signý að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Sjá meira