Samræða eða slagorðakeppni? Salvör Nordal skrifar 4. desember 2010 05:00 Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Hinu þjóðkjörna stjórnlagaþingi er ætlað að skila tímabærri endurskoðun á stjórnarskránni. Tækifærið er einstakt og breið samstaða þingheims um niðurstöður og tillögur að breytingum er forsenda árangurs. Um leið og almenn þrá er eftir að heyra og sjá siðmenntað samtal velmeinandi fólks um framfarir og umbætur samfélagsins hafa sumir íslenskir fjölmiðlar og hagsmunaaðilar reyndar líka, staðið fyrir ítrekuðum skoðanakönnunum meðal frambjóðenda og nú einnig nýkjörinna þingmanna stjórnlagaþings áður en sjálft þingið er komið saman. Núna þjóna slíkar kannanir engum tilgangi nema að búa til fréttir og skerpa ágreining. Spurningar eru ofureinföldun flókinna mála og grundvallarefni þannig leidd fram í opinbera umræðu eins og svörin séu einungis já eða nei og bara tvær hliðar á hverju máli. Að mínu mati er ekki hægt að svara slíkum grundvallar spurningum með einföldu jái eða nei - eða að segja hvort maður sé mjög hlynntur eða andvígur slíkum tillögum og því gefa svörin enga raunverulega mynd af skoðunum þeirra sem svara. Til dæmis er spurt hvort viðkomandi sé hlynntur eða andvígur því að þjóðaratkvæðagreiðslu sé beitt í auknum mæli til að ná niðurstöðu um mikilvæg mál. Auðvelt er að segja sig hlynntan slíku ákvæði þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur hafa varla verið haldnar um mikilvæg mál á síðustu áratugum hér á landi, en það segir út af fyrir sig ekkert um það hvaða afstöðu viðkomandi myndi taka til tiltekins ákvæðis um þetta efni. Fyrst er að skilgreina hvaða mál teldust til mikilvægra mála, hver ætti að geta farið fram á þjóðaratkvæði, þ.e. forseti, ákveðinn fjöldi þingmanna eða hluti kjósenda, svo dæmi séu nefnd. Um þetta snýst vandinn ekki síður en það hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá hlýtur að skipta máli samspil slíks ákvæðis með öðru í stjórnarskránni. Með því að spyrja um flókin mál með þessum hætti er verið að einfalda gróflega þær grundvallar spurningar sem stjórnlagaþing þarf að fjalla um og slík framsetning er ekki til þess fallin að efla skynsamlega umræðu um þau vandasömu verkefni sem stjórnlagaþings bíður. Fjölmiðlar halda þannig óspart áfram að ala á vondri umræðumenningu og klappa upp karp. Með stjórnlagaþingi er eðli máls samkvæmt stefnt til samræðu fulltrùanna um flókin úrlausnarefni. Til slíkrar samræðu hlýtur hver að ganga af opnum hug, meðvitaður um að á hverju máli eru margar hliðar. Mestu skiptir að í samræðunni setji þingmenn fram sín sjónarmið, hlusti á mótrök og lúti bestri skynsamlegu niðurstöðu. Til að svo megi verða skiptir máli að fjölmiðlar leggi sitt lóð á vogarskálarnar í stað þess skipa fólki í lið í anda pólitísks hanaslags. Krafa og þràspurningar um fyrirfram afstöðu til einfaldaðra spurninga um grunnskipan samfélagsins greiðir hvorki fyrir frelsi til ígrundunar, skoðanaskipta og samvinnu á þinginu né fyrir upplýstri og nærandi umræðu í íslensku samfélagi um störf þingsins - sem er þó það sem óskir almennings eru um og Ísland skortir svo sárlega á okkar tíma.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun