Keflavík og Njarðvík mætast þriðja sinni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld.
Keflavík er 2-0 yfir í einvíginu og getur með sigri í kvöld tryggt sig inn í úrslitaeinvígið.
Njarðvíkingar hafa valdið miklum vonbrigðum í einvíginu og létu kjöldraga sig á heimavelli í síðasta leik.
Verður því áhugavert að sjá hvernig drengir Sigurðar Ingimundarsonar bregðast við í kvöld.