Fangar eru án gæslu inni á sjúkrahúsum 19. október 2010 05:00 Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Ef fangarnir séu ekki taldir hættulegir séu fangaverðir ekki látnir vakta þá. Fréttablaðið/Vilhelm Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Afplánunarfangar sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eru ekki vaktaðir af fangavörðum, svo fremi sem þeir eru ekki taldir hættulegir. Þetta segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Skammt er liðið síðan kvenkyns fangi strauk af sjúkrahúsi í tvígang með skömmu millibili. Í fyrra sinnið auglýsti lögregla eftir konunni, sem hafði verið alvarlega veik. Í seinna skiptið skilaði hún sér aftur af sjálfsdáðum. „Þegar fangi í afplánun veikist verðum við að meta það hverju sinni hvort fanginn teljist hættulegur sjálfum sér eða öðrum," segir Páll. „Ef við teljum okkur hafa fullvissu fyrir því að fangi sé annars vegar verulega veikur og þurfi að fara á sjúkrahús og að hann sé hins vegar hættulaus, þá erum við ekki með vaktir fangavarða yfir viðkomandi." Spurður hvað valdi því að fangavörður fylgi ekki fanga á spítala segir Páll að það sé talið óþarft, auk þess sem sólarhringsvaktir af því tagi séu gríðarlega dýrar. „Sólarhringurinn kostar um það bil eitt hundrað þúsund krónur," útskýrir Páll og bætir við að vaktakostnaðurinn sé fljótur að vinda upp á sig, sé um nokkurra daga eða jafnvel vikna dvöl á sjúkrahúsi að ræða. Spurður hvort algengt sé að fangar noti tækifærið og láti sig hverfa af spítalanum segir Páll það hafa gerst í ákveðnum tilfellum. „Þá er einfaldlega litið á það sem strok og hefur afleiðingar fyrir fangann. Þá er gefin út handtökubeiðni og viðkomandi síðan færður í afplánun aftur þegar hann næst. Í sumum tilvikum skila menn sér sjálfir. Yfirleitt ganga þeir ekki lengi lausir þar til þeir finnast, sem vill því miður oft verða á stöðum sem þekktir eru sem samastaðir fíkniefnaneytenda. En í heildina gengur þetta ágætlega í langflestum tilvikum." Páll segir að almennt sé nokkuð um að fangar þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Sumir komi til afplánunar eftir langvarandi neyslu og vandamál tengd henni. Stundum þurfi sjúkrahúslegu til að koma þeim til heilsu á nýjan leik. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira