Þjóðin á listaverkin í bönkunum Svavar Gestsson skrifar 19. júlí 2010 06:00 Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar bankarnir voru einkavæddir fengu kaupendur þeirra mörg hlunnindin fyrir ekki neitt. Þetta gerðist reyndar ekki aðeins með bankana. Þannig er sagt að Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan var einkavædd. Fyrsta verk hinna nýju eigenda var að hluta jörðina niður í sumarbústaðalönd og selja. Andvirði sumarbústaðalóðanna á að hafa dugað fyrir því sem borgað var fyrir verksmiðjuna. Þannig æddi einkavæðingin áfram eins og skriðdrekar í stríði eða eins og engisprettuher. Einkavæðingin skeytti hvorki um skömm né heiður. Svo mikið lá á að koma eignunum án hirðis í hendur græðginnar að aldrei var spurt um neitt annað en debet og kredit og illa það eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Þegar bankarnir voru einkavæddir fylgdu þeim hundruð listaverka og þau voru ekki metin á einseyring við sölu bankanna. Þjóðin átti reyndar listaverkin í raun því hún átti bankana. Það var ekkert tekið fram um listaverkin sérstaklega. Það var og er bannað að láta af hendi eigur ríkisins nema með sérstökum lögum. Það er því hægt að halda því fram að ríkið eigi verkin af því að þau hafi ekki verið látið af hendi með löglegum hætti. Þess vegna er allt annað fráleitt en það að ríkið eignist verkin núna og að líta ber þannig á að ríkið, það er þjóðin, eigi verkin. Skilanefndirnar eru engar listaverkasjoppur. Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að Listasafn Íslands tæki öll verkin undir sína umsjá. Síðan á Listasafn Íslands að taka það af verkunum sem safnið þarf til þess að tryggja heildaryfirsýn yfir íslenska myndlist. Það sem þá er eftir á að selja á uppboði til ágóða fyrir íslenska myndlist. Þetta er svona einfalt. Það er fáránlegt að taka öðru vísi á málinu. Nú hefur menntamálaráðherra tryggt ríkinu forgangsaðgang að verkum þessum í sjö ár. Það er frábært. Þau sjö ár á að nota til þess að merkja þjóðinni þessi verk. Auk þess er það því miður svo að verk þessi í svo stórum stíl geta ekki skipt sköpum fyrir afkomu kröfuhafanna sem sagðir eru eiga bankanna. Og ef í nauðir rekur má taka verkin eignarnámi með lögum í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður verið gert; Hótel Borg var tekin eignarnámi á stríðsárunum. Við höfum átt í efnahagslegu stríði. Rökin eru þau sömu nú og þá.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Árni Sverrisson, ,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson Skoðun