Frá Vegagerðinni koma þær upplýsingar að óvíst sé hvenær hringvegurinn við Markarfljót opnast fyrir almenna umferð. Ef frá eru talin vandamálin á gossvæðinu er greiðfært um allt sunnanvert landið. Annars eru hálkublettir sum staðar á heiðum, og með norðausturströndinni, á Möðrudalsöræfum og fjallvegum á Austurlandi.
Vegir greiðfærir
