Handbolti

Bjarki ráðinn þjálfari ÍR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bjarki þjálfaði áður lið Aftureldingar.
Bjarki þjálfaði áður lið Aftureldingar.
Bjarki Sigurðsson var í kvöld ráðinn þjálfari 1. deildarliðs ÍR í handbolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. Bjarki skrifaði undir þriggja ára samning en lék síðast með FH í N1-deild karla. Hann stefnir þó ekki á að spila með ÍR-ingum í 1. deildinni. „Nei, það er bara ekki til í dæminu. Ég er nú að jafna mig á brjósklosaðgerð og ég er því einfaldlega ekki í standi til þess að spila,“ sagði Bjarki. Bjarki segir lið ÍR vera efnilegt og að stefnan sé að komast upp í efstu deild strax á fyrsta ári. „Við ætlum okkur beint upp. Ég sé góð tækifæri hjá þessu liði enda margir ungir og efnilegir leikmenn þar. Þetta lið á framtíðina fyrir sér ef rétt er haldið á spöðunum.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×